1500 manns dönsuðu í Hörpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2013 14:00 Íslendingar dönsuðu í Hörpu í hádeginu í dag til þess að sýna konum og stúlkum, sem upplifað hafa kynbundið ofbeldi, stuðning. Um heimsviðburð var að ræða á vegum UN Women, Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Markmiðið var að fá einn milljarð fólks um allan heim til þess að sýna stuðning sinn í verki í formi dans í dag, 14. febrúar. Eftir sýningu myndbands (sem sjá má hér að neðan) og ræðuhalda um tölulegar staðreyndir er varða ofbeldi gagnvart konum um heim allan var kveikt á græjunum. Tónlistin hljómaði og dansinn dunaði. Flott danstilþrif sáust í Hörpu eins og sjá má í myndbandi í spilaranum hér fyrir ofan.Stemmningin var góð í Hörpu.UN Women á Íslandi, V-dagssamtökin og Lunch Beat stóðu fyrir viðburðinum í Hörpu. Telja samtökin að um 1500 manns hafi dansað í Hörpu í dag en þau höfðu vonast eftir um þúsund manns. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir: Við neitum að búa í heimi þar sem -Nauðgunarmenning er normið -Þar sem konum er kennt að hafa varann á sér þegar þær eru einar úti -Þar sem ungar stúlkur eru þvingaðar og seldar í hjónabönd -Þar sem konur eru útskúfaðar úr samfélaginu ef brotið er á þeim kynferðislega -Þar sem konur eru myrtar ef þær eru taldar hafa kastað rýrð á heiður fjölskyldunnar -Þar sem konum er refsað fyrir að kæra kynferðisbrot -Þar sem refsileysi ríkir þegar konur eru niðurlægðar í netheimumÚr Hörpu.Þriðja hver kona verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni kyn síns vegna og Einn milljarður kvenna og stúlkna hefur þegar upplifað kynbundið ofbeldi samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum.Ungir sem aldnir dönsuðu í Hörpu. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Íslendingar dönsuðu í Hörpu í hádeginu í dag til þess að sýna konum og stúlkum, sem upplifað hafa kynbundið ofbeldi, stuðning. Um heimsviðburð var að ræða á vegum UN Women, Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Markmiðið var að fá einn milljarð fólks um allan heim til þess að sýna stuðning sinn í verki í formi dans í dag, 14. febrúar. Eftir sýningu myndbands (sem sjá má hér að neðan) og ræðuhalda um tölulegar staðreyndir er varða ofbeldi gagnvart konum um heim allan var kveikt á græjunum. Tónlistin hljómaði og dansinn dunaði. Flott danstilþrif sáust í Hörpu eins og sjá má í myndbandi í spilaranum hér fyrir ofan.Stemmningin var góð í Hörpu.UN Women á Íslandi, V-dagssamtökin og Lunch Beat stóðu fyrir viðburðinum í Hörpu. Telja samtökin að um 1500 manns hafi dansað í Hörpu í dag en þau höfðu vonast eftir um þúsund manns. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir: Við neitum að búa í heimi þar sem -Nauðgunarmenning er normið -Þar sem konum er kennt að hafa varann á sér þegar þær eru einar úti -Þar sem ungar stúlkur eru þvingaðar og seldar í hjónabönd -Þar sem konur eru útskúfaðar úr samfélaginu ef brotið er á þeim kynferðislega -Þar sem konur eru myrtar ef þær eru taldar hafa kastað rýrð á heiður fjölskyldunnar -Þar sem konum er refsað fyrir að kæra kynferðisbrot -Þar sem refsileysi ríkir þegar konur eru niðurlægðar í netheimumÚr Hörpu.Þriðja hver kona verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni kyn síns vegna og Einn milljarður kvenna og stúlkna hefur þegar upplifað kynbundið ofbeldi samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum.Ungir sem aldnir dönsuðu í Hörpu.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira