Innlent

Fresta flugskeytaprófun

Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta flugskeytaprófun sem fram átti að fara í Kaliforníu í næstu viku.

Talið var að æfingin gæti aukið á spennuna sem ríkir á milli Bandaríkjanna og Norður Kóreu.

Prófa átti langdræg flugskeyti og var æfingin dagsett fyrir nokkrum mánuðum.

Talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði að þó aðgerðin hefði á engan hátt tengst Norður Kóreu, væri það hið eina rétta í stöðunni að fresta henni.

Áætlað er að æfingin verði í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×