„Uppgjör við þrotabúin er leysanlegur vandi“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2013 16:24 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræddi um kröfur í þrotabú bankanna og afskriftir á krónueignum. Mynd/Pjetur Sigurðsson Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af uppgjöri við þrotabúin heldur sjái hann það sem leysanlegan vanda, í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í Sprengisandi í morgun. „Við erum með fjárlög þar sem heildartekjur eru tæplega sex hundruð milljarðar. Heildareignirnar í þrotabúunum er fjórum til fimm sinnum sú tala. [Kröfuhafarnir] horfa á fjórtán sinnum virði Landsbankans í eignum sem þeir vilja fá til sín. Við sjáum hagsmunina sem eru í húfi fyrir þá að þurfa ekki að bíða of lengi. Ef þeir gera 10 prósent ávöxtunarkröfu, og ég veit að margir eru örugglega að gera talsvert hærri ávöxtunarkröfu en það, þá kostar hvert ár sem er tapað hjá þeim í ávöxtun 200 milljarða, kannski 300 ef þeir gera hærri ávöxtunarkröfu. Það kostar þá 20-30 milljarða á mánuði að málið sé óleyst,“ segir Bjarni.Ríkir hagsmunir beggja megin við borðið Bjarni segir gríðarlega hagsmuni vera fyrir kröfuhafa að finna lausn sem tryggir þeim aðgang að eignunum sem allra fyrst. Hagsmunir íslenska ríkisins eru að eðlilegt ástand skapist að nýju og losna undan gjaldeyrishöftunum. Þegar svo ríkir hagsmunir eru beggja megin við borðið þá hljóti að vera hægt að finna lausn. „Ef hins vegar það er of mikil tregða hjá kröfuhöfunum getur þetta dregist og þá geta menn þurft að grípa til einhverra annarra ráða. Við þurfum bara að beita því valdi sem við höfum sem sjálfstæð þjóð og lögjafi til að knýja fram niðurstöðu sem er ásættanleg en við getum ekki haft þetta ástand viðvarandi inn í framtíðina,“ segir Bjarni.Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, var í viðtali í Sprengisandi ásamt Bjarna.Menn geta ekki farið fram eins og kálfar Steingrímur J. Sigfússon mætti til viðtals með Bjarna í Sprengisand og þakkar hann löggjöf fyrrverandi ríkisstjórnar að hægt sé að hafa tök á málinu. „Það voru sett hér lög 14. mars 2012 sem eru gríðarlega mikilvæg, þegar við á einni nóttu eða einu kvöldi færum eignir gömlu bankanna inn fyrir gjaldeyrishöftin. Sennilega næstmikilvægasta löggjöf í endurreisninni frá neyðarlögunum. Það er í skjóli þeirrar lagasetningar sem við höfum núna tök á ástandinu. Fyndið, það voru þau lög sem gerðu öðrum aðilum kleift að fara fram með mikil kosningaloforð,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir þrotabúin ekki vera langtímavanda heldur gríðarlega tímabundinn greiðsluvanda sem ekki verði ráðið við nema að ná mjög góðri lausn. „Ég mæli þau varnaðarorð hér að menn geta ekki bara gert hvað sem er og farið fram eins og kálfar. Við viljum ekki að Ísland endi eins og Argentína í endalausum málaferlum og í köldu skuldafangelsi. Þetta er vandasamt og menn þurfa að nálgast þetta af yfirvegun og ábyrgð,“ segir Steingrímur.Afskriftir á krónueignum þarf að eiga sér stað Bjarni segir þó fullkomlega eðlilegt að það þurfi að koma til mikilla afskrifta á krónueignum, jafnvel þótt margir spyrji hvort það sé sanngjarnt eða í samræmi við stöðu í réttarríki. Hann segir vandann vera fyrst og fremst þann að töluvert miklar íslenskar eignir séu í þrotabúunum og því fyrirséð að kröfuhafar vilji skipta yfir í gjaldeyri og taka þær til sín. Þegar krónum er skipt yfir í gjaldeyri í svo háum fjárhæðum þá er hætta á að gengið gefi hressilega eftir. Því sé ljóst að það þurfi að koma til mjög mikilla afskrifta. „Þegar við tölum um afskriftir þá erum við meðal annars að tala um að krónur séu ekki metnar á opinbera skráða genginu. Evra væri ekki metin á 160 krónur. Menn þyrftu kannski að borga 350 krónur fyrir eina evru. Það er einmitt það sem gæti gerst ef höftum yrði lyft á morgun og menn færu að taka út gjaldeyrinn sinn í stríðum straumum um gjaldeyrismarkaðinn, þá myndi gengið hrynja. Þess vegna eru höftin til að stýra þessu ferli og verja íslenskan almenning og fyrirtækin í landinu. Myndu menn kalla það fantalegar afskriftir stjórnvalda þegar gengið færi svona langt niður? Nei, menn myndu tala um markaðsaðlögun eða eitthvað slíkt. Niðurstaðan er hins vegar sú sama. Þess vegna er það hárrétt sem svo margir eru búnir að benda á svo lengi, að það þurfi hreinlega að eiga sér stað afskriftir á krónueignum, það gerist hvort eð er,“ segir Bjarni. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af uppgjöri við þrotabúin heldur sjái hann það sem leysanlegan vanda, í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í Sprengisandi í morgun. „Við erum með fjárlög þar sem heildartekjur eru tæplega sex hundruð milljarðar. Heildareignirnar í þrotabúunum er fjórum til fimm sinnum sú tala. [Kröfuhafarnir] horfa á fjórtán sinnum virði Landsbankans í eignum sem þeir vilja fá til sín. Við sjáum hagsmunina sem eru í húfi fyrir þá að þurfa ekki að bíða of lengi. Ef þeir gera 10 prósent ávöxtunarkröfu, og ég veit að margir eru örugglega að gera talsvert hærri ávöxtunarkröfu en það, þá kostar hvert ár sem er tapað hjá þeim í ávöxtun 200 milljarða, kannski 300 ef þeir gera hærri ávöxtunarkröfu. Það kostar þá 20-30 milljarða á mánuði að málið sé óleyst,“ segir Bjarni.Ríkir hagsmunir beggja megin við borðið Bjarni segir gríðarlega hagsmuni vera fyrir kröfuhafa að finna lausn sem tryggir þeim aðgang að eignunum sem allra fyrst. Hagsmunir íslenska ríkisins eru að eðlilegt ástand skapist að nýju og losna undan gjaldeyrishöftunum. Þegar svo ríkir hagsmunir eru beggja megin við borðið þá hljóti að vera hægt að finna lausn. „Ef hins vegar það er of mikil tregða hjá kröfuhöfunum getur þetta dregist og þá geta menn þurft að grípa til einhverra annarra ráða. Við þurfum bara að beita því valdi sem við höfum sem sjálfstæð þjóð og lögjafi til að knýja fram niðurstöðu sem er ásættanleg en við getum ekki haft þetta ástand viðvarandi inn í framtíðina,“ segir Bjarni.Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, var í viðtali í Sprengisandi ásamt Bjarna.Menn geta ekki farið fram eins og kálfar Steingrímur J. Sigfússon mætti til viðtals með Bjarna í Sprengisand og þakkar hann löggjöf fyrrverandi ríkisstjórnar að hægt sé að hafa tök á málinu. „Það voru sett hér lög 14. mars 2012 sem eru gríðarlega mikilvæg, þegar við á einni nóttu eða einu kvöldi færum eignir gömlu bankanna inn fyrir gjaldeyrishöftin. Sennilega næstmikilvægasta löggjöf í endurreisninni frá neyðarlögunum. Það er í skjóli þeirrar lagasetningar sem við höfum núna tök á ástandinu. Fyndið, það voru þau lög sem gerðu öðrum aðilum kleift að fara fram með mikil kosningaloforð,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir þrotabúin ekki vera langtímavanda heldur gríðarlega tímabundinn greiðsluvanda sem ekki verði ráðið við nema að ná mjög góðri lausn. „Ég mæli þau varnaðarorð hér að menn geta ekki bara gert hvað sem er og farið fram eins og kálfar. Við viljum ekki að Ísland endi eins og Argentína í endalausum málaferlum og í köldu skuldafangelsi. Þetta er vandasamt og menn þurfa að nálgast þetta af yfirvegun og ábyrgð,“ segir Steingrímur.Afskriftir á krónueignum þarf að eiga sér stað Bjarni segir þó fullkomlega eðlilegt að það þurfi að koma til mikilla afskrifta á krónueignum, jafnvel þótt margir spyrji hvort það sé sanngjarnt eða í samræmi við stöðu í réttarríki. Hann segir vandann vera fyrst og fremst þann að töluvert miklar íslenskar eignir séu í þrotabúunum og því fyrirséð að kröfuhafar vilji skipta yfir í gjaldeyri og taka þær til sín. Þegar krónum er skipt yfir í gjaldeyri í svo háum fjárhæðum þá er hætta á að gengið gefi hressilega eftir. Því sé ljóst að það þurfi að koma til mjög mikilla afskrifta. „Þegar við tölum um afskriftir þá erum við meðal annars að tala um að krónur séu ekki metnar á opinbera skráða genginu. Evra væri ekki metin á 160 krónur. Menn þyrftu kannski að borga 350 krónur fyrir eina evru. Það er einmitt það sem gæti gerst ef höftum yrði lyft á morgun og menn færu að taka út gjaldeyrinn sinn í stríðum straumum um gjaldeyrismarkaðinn, þá myndi gengið hrynja. Þess vegna eru höftin til að stýra þessu ferli og verja íslenskan almenning og fyrirtækin í landinu. Myndu menn kalla það fantalegar afskriftir stjórnvalda þegar gengið færi svona langt niður? Nei, menn myndu tala um markaðsaðlögun eða eitthvað slíkt. Niðurstaðan er hins vegar sú sama. Þess vegna er það hárrétt sem svo margir eru búnir að benda á svo lengi, að það þurfi hreinlega að eiga sér stað afskriftir á krónueignum, það gerist hvort eð er,“ segir Bjarni.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira