Innlent

Fimm til viðbótar fá ríkisborgararétt

Höskuldur Kári Schram skrifar
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 24 einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt samkvæmt breytingartillögu frá nefndinni og fjölgar þeim um fimm miðað við fyrstu tillögu.

Alls bárust 56 umsóknir um ríkisborgararétt til allsherjar- og menntamálanefndar. Nefndin lagði í fyrstu til að 19 einstaklingum yrði veittur ríkisborgararéttur. Í breytingartillögu sem lögð var fram á Alþingi í dag er lagt til að 24 fái ríkisborgararétt. Um er að ræða fimm einstaklinga sem eru allir fæddir í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×