Rætt við íslensku hetjurnar: "Við vorum bara að reyna að bjarga þessu fólki" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. desember 2013 20:00 Tveir íslenskir félagar sem björguðu rúmenskri fjölskyldu úr brennandi húsi í Árósum í morgun, viðurkenna að hafa verið dauðhræddir þegar þeir óðu inn í eldinn. Þeir hugsuðu samt lítið um það og björguðu út tveimur drengjum og ungri konu með barn. Annar þeirra hefur áður bjargað mannslífum. Gunnar Þór Nilsen var nýkominn heim eftir að hafa skutlað dóttur sinni í skólann þegar hann sá að kviknað var í nærliggjandi íbúð. Hann hringdi í 112 og vakti félaga sinn. „Ég var vakinn dálítið harkalega. Fyrst hélt ég að það væri kviknað í hjá okkur en það var nú ekki þannig svo við hlupum bara út og aðstoðuðum þau. Það var einn kominn hálfur út um glugga á annarri hæð og svo var þarna stúlka sem hljóp í hringi inni hjá sér. Þetta var mikið kaosástand,“ segir Friðrik Elís Ásmundsson. Einn íbúinn hafði komið sér út á verönd og sleiktu eldtungurnar hann. Maðurinn sagði fleiri í íbúðinni og fóru þeir Gunnar og Friðrik inn og mættu konu með lítið barn í fanginu. Þeim tókst að hjálpa þeim ásamt tveimur drengjum út og aðstoðuðu svo fólk í nærliggjandi íbúðum. Fólkið hlaut ekki alvarlegan skaða. Íslensku hetjurnar óðu beint inn í eldinn; en þeir félagar viðurkenna að hafa verið hræddir. „Ég var bara titrandi; það var adrenalín og allt í gangi. Við vorum bara að reyna að bjarga þessu fólki og pældum ekkert mikið í hættunni þótt það rigndi einhverju plasti sem var að bráðna yfir okkur og spryngju einhverjar rúður og svona, maður var bara ekkert að pæla í því,“ segir Gunnar. Hann hefur áður bjargað mannslífum. „Ég hef tvisvar komið að bílslysum, einu sinni dregið mann út úr brennandi bílflaki og í annað sinn, fyrir nokkrum árum síðan, var vörubíll að reyna að taka fram úr og lenti framan á litlum bíl. Það voru tveir bræður í þeim bíl og annar þeirra var mjög illa farinn. Ég náði að hreinsa tennur upp úr hálsinum á honum.“ Segðu mér satt Gunnar, ertu í Súpermanbúning undir fötunum? „Nei, ég get nú ekki sagt það, ég er meira svona Batman. Nei nei, ég er bara pínu loðinn,“ segir Gunnar að lokum og það er létt yfir honum þrátt fyrir atburði dagsins. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal við þá félaga og myndir frá vettvangi í morgun. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Tveir íslenskir félagar sem björguðu rúmenskri fjölskyldu úr brennandi húsi í Árósum í morgun, viðurkenna að hafa verið dauðhræddir þegar þeir óðu inn í eldinn. Þeir hugsuðu samt lítið um það og björguðu út tveimur drengjum og ungri konu með barn. Annar þeirra hefur áður bjargað mannslífum. Gunnar Þór Nilsen var nýkominn heim eftir að hafa skutlað dóttur sinni í skólann þegar hann sá að kviknað var í nærliggjandi íbúð. Hann hringdi í 112 og vakti félaga sinn. „Ég var vakinn dálítið harkalega. Fyrst hélt ég að það væri kviknað í hjá okkur en það var nú ekki þannig svo við hlupum bara út og aðstoðuðum þau. Það var einn kominn hálfur út um glugga á annarri hæð og svo var þarna stúlka sem hljóp í hringi inni hjá sér. Þetta var mikið kaosástand,“ segir Friðrik Elís Ásmundsson. Einn íbúinn hafði komið sér út á verönd og sleiktu eldtungurnar hann. Maðurinn sagði fleiri í íbúðinni og fóru þeir Gunnar og Friðrik inn og mættu konu með lítið barn í fanginu. Þeim tókst að hjálpa þeim ásamt tveimur drengjum út og aðstoðuðu svo fólk í nærliggjandi íbúðum. Fólkið hlaut ekki alvarlegan skaða. Íslensku hetjurnar óðu beint inn í eldinn; en þeir félagar viðurkenna að hafa verið hræddir. „Ég var bara titrandi; það var adrenalín og allt í gangi. Við vorum bara að reyna að bjarga þessu fólki og pældum ekkert mikið í hættunni þótt það rigndi einhverju plasti sem var að bráðna yfir okkur og spryngju einhverjar rúður og svona, maður var bara ekkert að pæla í því,“ segir Gunnar. Hann hefur áður bjargað mannslífum. „Ég hef tvisvar komið að bílslysum, einu sinni dregið mann út úr brennandi bílflaki og í annað sinn, fyrir nokkrum árum síðan, var vörubíll að reyna að taka fram úr og lenti framan á litlum bíl. Það voru tveir bræður í þeim bíl og annar þeirra var mjög illa farinn. Ég náði að hreinsa tennur upp úr hálsinum á honum.“ Segðu mér satt Gunnar, ertu í Súpermanbúning undir fötunum? „Nei, ég get nú ekki sagt það, ég er meira svona Batman. Nei nei, ég er bara pínu loðinn,“ segir Gunnar að lokum og það er létt yfir honum þrátt fyrir atburði dagsins. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal við þá félaga og myndir frá vettvangi í morgun.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira