Innlent

Erlendur þjófur reyndi að svíkja út 400 þúsund krónur

mynd/ rósa
Óprúttinn erlendur þjófur reyndi að svíkja 400 þúsund krónur út úr gistiheimili á Selfossi með stolnu kreditkorti.

Hann pantaði gistingu fyrir stórann hóp og greiddi fyrir með stolna kortinu.

Skömmu síðar hafði hann samband og sagði að hópurinn hefði forfallast og bað um að greiðslan yrði send til baka inn á ákveðinn reikning.

Konan, sem rekur gistiheimilið, fór að kanna málið og kom þá svikamyllan í ljós. Lögreglan á Selfossi vill vara fólk í ferðaþjónustu við svikum af þessu tagi 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×