Grænlendingar eru ekki búnir að uppgötva hvað þeir eru töff Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2013 07:00 Fjölskyldan á Grænlandi, Óli Kaldal Jakobsson, Sóley Kaldal og Jakob Jakobsson á göngusleða í Sisimiut. Mynd/Jakob Jakobsson @monsieurgrunvalsky Það er ekki beint hefðbundið lífið sem hjónin Sóley Kaldal og Jakob Jakobsson lýsa fyrir blaðamanni í gegnum lélegt símasamband við Sisimiut á Grænlandi. Sóley og Jakob hafa búið þar síðan í ágúst og eru að ná taktinum í grænlenskum lifnaðarháttum og menningu. Sóley, sem er doktorsnemi og áhættu- og öryggisverkfræðingur, kennir framhaldsskólanemum í bænum stærðfræði en Jakob, sem er arkitekt, vinnur heima í verkefnum frá Íslandi. Hann er líka heimavinnandi húsfaðir og sér um að koma syni þeirra til og frá skóla og sinna heimlinu meðan Sóley er við vinnu.Fjallafegurð Mæðginin Óli og Sóley í stórfenglegu umhverfi í heimabænum Sisimiut á Grænlandi. Mynd/Jakob Jakobsson @monsieurgrunvalskyLangir vinnudagar Þau segja það hafa verið tilviljunum háð að þau ákváðu að flytja til Grænlands. Sóley: „Ég var að leita mér að aukavinnu í Danmörku með náminu og kom auga á auglýsingu frá skólanum á Grænlandi.“ Hún segir að þar sem hún hafi verið að vinna talsvert með norðurheimskautið muni það nýtast henni síðar meir að hafa búið á Grænlandi og því ákváðu þau að slá til – enda spennandi ævintýr. Dagarnir hjá Sóleyju eru langir, hún kennir allt að 60 tíma á viku. Sóley: „Kennararnir eru fáir, þar sem er ekki er hlaupið að því að fá framhaldsskólakennara því það eru gerðar miklar menntunarkröfur. Þannig er enginn afleysingamaður sem hægt er að hringja í ef einhver veikist.“ Hún segist hafa mikla unun af því að kenna nemendum sínum. Flestir nemendanna eru grænlenskir en kennslan fer fram á dönsku, sem þá er í flestum tilvikum annað tungumál þeirra, sem getur reynt á. Dagarnir hjá Jakobi eru alla jafna rólegri þar sem hann vinnur heima í sínum verkefnum fyrir hádegi en eftir hádegi sækir hann Óla son þeirra í leikskólann og sinnir heimilinu. Þau segja Óla taka breytingunum vel, hann hafi áður skipt um leikskóla milli Danmerkur og Íslands og er orðinn vanur svona róttækum breytingum. Sóley og Jakob segja gaman að fylgjast með þroska og vexti sonarins í þessum aðstæðum. Jakob: „Á Grænlandi er hann innflytjandi, hann er öðruvísi einstaklingur sem þarf að laga sig að framandi samfélagi. Þá er hann að læra nýtt tungumál, sem er einstaklega fallegt.“ Óli litli er heillaður af því návígi sem er við dýrin á Grænlandi, en þar eru sleðahundar á hverju horni ásamt öðrum dýrum. Sóley: „Hann vill eingöngu horfa á dýralífsmyndir núna og leikur sér með horn og bein sem leikföng.“Hamflett á heiðinni Jakob fór á hreindýraveiðar og þurfti að verka dýrin áður en haldið var til byggða. Mynd/Jakob Jakobsson @monsieurgrunvalskyHógvært og venjulegt fólk Sóley og Jakob bera grænlenska samfélaginu einkar vel söguna. Sóley: „Grænlendingar eru hógværir og bara ósköp venjulegt fólk eins og aðrir. Það kom okkur samt á óvart hversu dýrt er að lifa á Grænlandi en til að mynda er leiguverð sambærilegt við Kaupmannahöfn. Jakob: „Við hlökkuðum líka mikið til að komast úr neysluhyggjunni sem einkennir bæði íslenskt og danskt samfélag en komumst fljótt að því að slíkt er ekki síður til staðar á Grænlandi. Grænlenskir unglingar eiga iPhone-síma og ganga um í dýrum innfluttum fatnaði, ekki síður en aðrir unglingar á Norðurlöndum.“ Jakob hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að komast á bæði sjó- og skotveiðar með nágranna sínum, sem hann hafði aldrei gert áður. Jakob: „Veiðiumhverfið á Grænlandi er allt öðruvísi en á Íslandi. Á Grænlandi elst fólkið upp við mikla virðingu fyrir náttúrunni og veiði. Menn veiða aðeins sér til matar, aldrei sem eitthvert sport og allt sem umfram er veitt fer annaðhvort á markað eða til annarra sem þurfa á bráðinni að halda.“ Jakob segir að hann hafi fyrst fengið hina einu sönnu Grænlandsupplifun til fjalla við veiðarnar. Það hafi verið engu líkt, enda mannabyggðir í órafjarlægð og fegurðin ólýsanleg. Þau hjónin segja skemmtilegt að upplifa þessa framandi veiðimenningu. Sóley: „Við höfum til að mynda borðað hreindýr í öll mál undanfarið, eftir að Jakob kom af hreindýraveiðum, sem annars var aðeins á boðstólum yfir hátíðarnar. Það er sérstakt að borða hreindýra-lasanja á mánudegi.“ Þá er Óli farinn að leika sér mikið í veiðimannaleikjum og fylgist vel með verkun allra þeirra dýra sem komið er með á heimilið.Skinnið strekkt Óli litli stendur hér heima í stofu fyrir framan skinnið af hreindýrinu sem pabbi hans veiddi.Mynd/Jakob Jakobsson @monsieurgrunvalskyLærir hundasleðasmíði Jakob hefur einnig tekið þátt í knattspyrnu með bæjarliðinu. Jakob: „Það kom á óvart hversu vel mér var tekið, þó ég hafi fljótt þurft að koma því að að ég er ekki Dani, en Grænlendingar kunna betur við Íslendinga en Dani,“ sem þau útskýra með stirðu sambandi Grænlands og Danmerkur. Jakob stefnir einnig á heilmikla þolraun næstu páska, þar sem hann mun taka þátt í hinni þriggja daga, 160 kílómetra löngu skíðagöngukeppni Arctic Circle Race. Jakob er virkilega spenntur enda er um að ræða stóran viðburð og stolt bæjarins. Þau hafa nýlega skráð sig á nokkur námskeið, Sóley er að læra grænlenskan skinnsaum og notar skinnin af dýrunum sem Jakob veiðir til að gera flíkur á fjölskylduna. Jakob er að læra hundasleðasmíði og hyggst smíða göngusleða sem fjölskyldan getur notað í ferðir milli staða yfir háveturinn. Þau hjónin segja það mikinn lærdóm að komast úr því eilífa áreiti sem einkenni líf þeirra kynslóðar. Jakob: Við erum hvorki með sjónvarp né internet-tengingu og oft og tíðum er símasambandið lélegt. Svo höfum við varla séð neina auglýsingu af nokkru tagi neins staðar síðan við komum, maður uppgötvar það eftir á hvað það er mikið áreiti.“ Lífið gangi hægar á Grænlandi og þau njóta þess í botn að lesa bækur, upplifa Grænland og vera saman.Illa við Dani Það reyndist auðvelt fyrir Jakob að komast í fótboltalið bæjarins þegar í ljós kom að hann er Íslendingur.Mynd/Jakob Jakobsson @monsieurgrunvalskyStórkostlegt land Sóleyju og Jakobi finnst stórmerkilegt hversu lítið Íslendingar vita almennt um Grænland. Sóley: „Sér í lagi í ljósi nálægðar landanna tveggja. Landið er stórkostlegt og við erum alveg gripin af öllu sem það hefur upp á að bjóða, en áður en við fluttum vissum við lítið sem ekkert um land og þjóð. Grænlendingar eru svo hógværir, þeir eru ekki enn þá búnir að uppgötva hvað það er töff að vera Grænlendingur,“ og líkir því við Íslendinga fyrir nokkrum árum. Jakob: „Þessi litla þjóð er einstök og vonandi uppgötvar hún það fyrr en síðar.“ Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira
Það er ekki beint hefðbundið lífið sem hjónin Sóley Kaldal og Jakob Jakobsson lýsa fyrir blaðamanni í gegnum lélegt símasamband við Sisimiut á Grænlandi. Sóley og Jakob hafa búið þar síðan í ágúst og eru að ná taktinum í grænlenskum lifnaðarháttum og menningu. Sóley, sem er doktorsnemi og áhættu- og öryggisverkfræðingur, kennir framhaldsskólanemum í bænum stærðfræði en Jakob, sem er arkitekt, vinnur heima í verkefnum frá Íslandi. Hann er líka heimavinnandi húsfaðir og sér um að koma syni þeirra til og frá skóla og sinna heimlinu meðan Sóley er við vinnu.Fjallafegurð Mæðginin Óli og Sóley í stórfenglegu umhverfi í heimabænum Sisimiut á Grænlandi. Mynd/Jakob Jakobsson @monsieurgrunvalskyLangir vinnudagar Þau segja það hafa verið tilviljunum háð að þau ákváðu að flytja til Grænlands. Sóley: „Ég var að leita mér að aukavinnu í Danmörku með náminu og kom auga á auglýsingu frá skólanum á Grænlandi.“ Hún segir að þar sem hún hafi verið að vinna talsvert með norðurheimskautið muni það nýtast henni síðar meir að hafa búið á Grænlandi og því ákváðu þau að slá til – enda spennandi ævintýr. Dagarnir hjá Sóleyju eru langir, hún kennir allt að 60 tíma á viku. Sóley: „Kennararnir eru fáir, þar sem er ekki er hlaupið að því að fá framhaldsskólakennara því það eru gerðar miklar menntunarkröfur. Þannig er enginn afleysingamaður sem hægt er að hringja í ef einhver veikist.“ Hún segist hafa mikla unun af því að kenna nemendum sínum. Flestir nemendanna eru grænlenskir en kennslan fer fram á dönsku, sem þá er í flestum tilvikum annað tungumál þeirra, sem getur reynt á. Dagarnir hjá Jakobi eru alla jafna rólegri þar sem hann vinnur heima í sínum verkefnum fyrir hádegi en eftir hádegi sækir hann Óla son þeirra í leikskólann og sinnir heimilinu. Þau segja Óla taka breytingunum vel, hann hafi áður skipt um leikskóla milli Danmerkur og Íslands og er orðinn vanur svona róttækum breytingum. Sóley og Jakob segja gaman að fylgjast með þroska og vexti sonarins í þessum aðstæðum. Jakob: „Á Grænlandi er hann innflytjandi, hann er öðruvísi einstaklingur sem þarf að laga sig að framandi samfélagi. Þá er hann að læra nýtt tungumál, sem er einstaklega fallegt.“ Óli litli er heillaður af því návígi sem er við dýrin á Grænlandi, en þar eru sleðahundar á hverju horni ásamt öðrum dýrum. Sóley: „Hann vill eingöngu horfa á dýralífsmyndir núna og leikur sér með horn og bein sem leikföng.“Hamflett á heiðinni Jakob fór á hreindýraveiðar og þurfti að verka dýrin áður en haldið var til byggða. Mynd/Jakob Jakobsson @monsieurgrunvalskyHógvært og venjulegt fólk Sóley og Jakob bera grænlenska samfélaginu einkar vel söguna. Sóley: „Grænlendingar eru hógværir og bara ósköp venjulegt fólk eins og aðrir. Það kom okkur samt á óvart hversu dýrt er að lifa á Grænlandi en til að mynda er leiguverð sambærilegt við Kaupmannahöfn. Jakob: „Við hlökkuðum líka mikið til að komast úr neysluhyggjunni sem einkennir bæði íslenskt og danskt samfélag en komumst fljótt að því að slíkt er ekki síður til staðar á Grænlandi. Grænlenskir unglingar eiga iPhone-síma og ganga um í dýrum innfluttum fatnaði, ekki síður en aðrir unglingar á Norðurlöndum.“ Jakob hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að komast á bæði sjó- og skotveiðar með nágranna sínum, sem hann hafði aldrei gert áður. Jakob: „Veiðiumhverfið á Grænlandi er allt öðruvísi en á Íslandi. Á Grænlandi elst fólkið upp við mikla virðingu fyrir náttúrunni og veiði. Menn veiða aðeins sér til matar, aldrei sem eitthvert sport og allt sem umfram er veitt fer annaðhvort á markað eða til annarra sem þurfa á bráðinni að halda.“ Jakob segir að hann hafi fyrst fengið hina einu sönnu Grænlandsupplifun til fjalla við veiðarnar. Það hafi verið engu líkt, enda mannabyggðir í órafjarlægð og fegurðin ólýsanleg. Þau hjónin segja skemmtilegt að upplifa þessa framandi veiðimenningu. Sóley: „Við höfum til að mynda borðað hreindýr í öll mál undanfarið, eftir að Jakob kom af hreindýraveiðum, sem annars var aðeins á boðstólum yfir hátíðarnar. Það er sérstakt að borða hreindýra-lasanja á mánudegi.“ Þá er Óli farinn að leika sér mikið í veiðimannaleikjum og fylgist vel með verkun allra þeirra dýra sem komið er með á heimilið.Skinnið strekkt Óli litli stendur hér heima í stofu fyrir framan skinnið af hreindýrinu sem pabbi hans veiddi.Mynd/Jakob Jakobsson @monsieurgrunvalskyLærir hundasleðasmíði Jakob hefur einnig tekið þátt í knattspyrnu með bæjarliðinu. Jakob: „Það kom á óvart hversu vel mér var tekið, þó ég hafi fljótt þurft að koma því að að ég er ekki Dani, en Grænlendingar kunna betur við Íslendinga en Dani,“ sem þau útskýra með stirðu sambandi Grænlands og Danmerkur. Jakob stefnir einnig á heilmikla þolraun næstu páska, þar sem hann mun taka þátt í hinni þriggja daga, 160 kílómetra löngu skíðagöngukeppni Arctic Circle Race. Jakob er virkilega spenntur enda er um að ræða stóran viðburð og stolt bæjarins. Þau hafa nýlega skráð sig á nokkur námskeið, Sóley er að læra grænlenskan skinnsaum og notar skinnin af dýrunum sem Jakob veiðir til að gera flíkur á fjölskylduna. Jakob er að læra hundasleðasmíði og hyggst smíða göngusleða sem fjölskyldan getur notað í ferðir milli staða yfir háveturinn. Þau hjónin segja það mikinn lærdóm að komast úr því eilífa áreiti sem einkenni líf þeirra kynslóðar. Jakob: Við erum hvorki með sjónvarp né internet-tengingu og oft og tíðum er símasambandið lélegt. Svo höfum við varla séð neina auglýsingu af nokkru tagi neins staðar síðan við komum, maður uppgötvar það eftir á hvað það er mikið áreiti.“ Lífið gangi hægar á Grænlandi og þau njóta þess í botn að lesa bækur, upplifa Grænland og vera saman.Illa við Dani Það reyndist auðvelt fyrir Jakob að komast í fótboltalið bæjarins þegar í ljós kom að hann er Íslendingur.Mynd/Jakob Jakobsson @monsieurgrunvalskyStórkostlegt land Sóleyju og Jakobi finnst stórmerkilegt hversu lítið Íslendingar vita almennt um Grænland. Sóley: „Sér í lagi í ljósi nálægðar landanna tveggja. Landið er stórkostlegt og við erum alveg gripin af öllu sem það hefur upp á að bjóða, en áður en við fluttum vissum við lítið sem ekkert um land og þjóð. Grænlendingar eru svo hógværir, þeir eru ekki enn þá búnir að uppgötva hvað það er töff að vera Grænlendingur,“ og líkir því við Íslendinga fyrir nokkrum árum. Jakob: „Þessi litla þjóð er einstök og vonandi uppgötvar hún það fyrr en síðar.“
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Sjá meira