Gísli Marteinn hættir í stjórnmálum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. september 2013 12:18 Gísli mun taka að sér nýjan umræðuþátt í Sjónvarpinu á næstunni. mynd/vilhelm Gísli Marteinn Baldursson mun hætta afskiptum af pólitík og láta af störfum sem borgarfulltrúi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Páli Magnússyni, útvarpsstjóra RÚV, en Gísli mun taka að sér nýjan umræðuþátt í Sjónvarpinu á næstunni sem verður á dagskrá fyrir hádegi á sunnudögum. „Gísli mun jafnframt hefja undirbúning að frekari dagskrárgerð, segir í tilkynningunni en þátturinn hefur göngu sína eftir nokkrar vikur. „Við bjóðum Gísla Martein velkominn aftur til starfa.“ Ekki náðist í Gísla sjálfan við vinnslu fréttarinnar en inn á vefsíðu sína hefur hann skrifað pistil um ákvörðun sína. „Ég ætla ekki að fara í prófkjör í Sjálfstæðisflokknum í haust og ég ætla ekki að taka þátt í kosningunum í vor, heldur ætla ég að hætta í borgarstjórn og fara á annan vettvang, sem þó er kannski ekki svo frábrugðinn,“ segir Gísli og bætir því við að hann ætli að reyna að njóða lífsins betur en hann hafi gert að undanförnu. „Það er heilmikið álag að vera í stjórnmálum. Ég hélt alltaf að það hlyti að vera auðveldara ef ég vissi fyrir hvað ég stæði og hefði trú á mínum hugmyndum,“ segir Gísli, sem finnst leiðinlegt „að standa í stöðugum illdeilum, ekki síst við félaga og vini“ sem honum þyki vænt um. „Það var því ekki erfitt að ákveða að stíga til hliðar og leyfa öðrum að eiga sviðið, í bili að minnsta kosti. Við eigum þúsundir borgarfulltrúa í öllum hverfum borgarinnar, sem ekki eru í borgarstjórn. Ég ætla að verða einn af þeim.“Uppfært: Gísli Marteinn hefur sent bréf til stuðningsmanna sinna þar sem hann fer nánar út í ástæður brotthvarfs síns úr stjórnmálum. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson mun hætta afskiptum af pólitík og láta af störfum sem borgarfulltrúi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Páli Magnússyni, útvarpsstjóra RÚV, en Gísli mun taka að sér nýjan umræðuþátt í Sjónvarpinu á næstunni sem verður á dagskrá fyrir hádegi á sunnudögum. „Gísli mun jafnframt hefja undirbúning að frekari dagskrárgerð, segir í tilkynningunni en þátturinn hefur göngu sína eftir nokkrar vikur. „Við bjóðum Gísla Martein velkominn aftur til starfa.“ Ekki náðist í Gísla sjálfan við vinnslu fréttarinnar en inn á vefsíðu sína hefur hann skrifað pistil um ákvörðun sína. „Ég ætla ekki að fara í prófkjör í Sjálfstæðisflokknum í haust og ég ætla ekki að taka þátt í kosningunum í vor, heldur ætla ég að hætta í borgarstjórn og fara á annan vettvang, sem þó er kannski ekki svo frábrugðinn,“ segir Gísli og bætir því við að hann ætli að reyna að njóða lífsins betur en hann hafi gert að undanförnu. „Það er heilmikið álag að vera í stjórnmálum. Ég hélt alltaf að það hlyti að vera auðveldara ef ég vissi fyrir hvað ég stæði og hefði trú á mínum hugmyndum,“ segir Gísli, sem finnst leiðinlegt „að standa í stöðugum illdeilum, ekki síst við félaga og vini“ sem honum þyki vænt um. „Það var því ekki erfitt að ákveða að stíga til hliðar og leyfa öðrum að eiga sviðið, í bili að minnsta kosti. Við eigum þúsundir borgarfulltrúa í öllum hverfum borgarinnar, sem ekki eru í borgarstjórn. Ég ætla að verða einn af þeim.“Uppfært: Gísli Marteinn hefur sent bréf til stuðningsmanna sinna þar sem hann fer nánar út í ástæður brotthvarfs síns úr stjórnmálum.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira