Fótbolti

Arftaki Eriksen fundinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lerin Duarte
Lerin Duarte mynd/heimasíða Ajax
Hollenska knattspyrnuliðið hefur fest kaup á nýjum leikmanni sem á að leysa Christian Eriksen  af hólmi en danski miðjumaðurinn gekk í raðir Tottenham Hotspur frá Ajax í síðustu viku.

Lerin Duarte hefur samið við hollensku meistarana en þessi 23 ára miðjumaður kemur til félagsins frá hollenska félaginu Heracles.

Duarte er ætlað að fylla það skarð sem Eriksen skilur  eftir sig en Daninn hefur verið magnaður með Ajax undanfarinn ár.

Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er því kominn með nýjan samherja hjá Ajax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×