Blikar hafa unnið tvo 4-1 sigra í fyrstu tveimur heimaleikjum sínum í Pepsi-deild karla í sumar og um leið markað tímamót í þjálfaratíð Ólafs Kristjánssonar í Kópavoginum. Þetta er í fyrsta sinn sem Blikar vinna tvo fyrstu heimaleiki sína síðan að Ólafur tók við liðinu á miðju tímabili 2006.
Blikar höfðu fyrir þetta tímabil aðeins náð að vinna 3 af 12 fyrstu tveimur heimaleikjum sínum en náðu nú sex stigum og átta mörkum út úr leikjum sínum á móti Þór og ÍA.
Elfar Árni Aðalsteinsson (3 mörk) og Nichlas Rohde (2 mörk) hafa skorað í báðum þessum leikjum en Elfar Árni skoraði tvö og lagði upp eitt í sigrinum á Skagamönnum í gær.
Það stefndi reyndar í áframhald á hefð Blika að tapa stigum í fyrstu tveimur heimaleikjunum því Skagamenn voru 1-0 yfir þegar minna en tíu mínútur voru eftir af leiknum í gær. Blikar hrukku þá í gang og nýttu sér algjört hrun Skagamanna. Blikar skoruðu fjögur mörk frá 82. til 89. mínútu og tryggðu sér stórsigur.
Fyrstu tveir heimaleikir Blika síðan að Ólafur Kristjánsson tók við:
- tók við á miðju tímabili 2006
2007 - 1 stig, markatala: 2-3
0-1 tap fyrir Fylki
2-2 jafntefli við Keflavík
2008 - 1 stig, markatala: 3-6
0-0 jafntefli við Þrótt
3-6 tap fyrir Grindavík
2009 - 3 stig, markatala: 4-4
2-1 sigur á Þrótti
2-3 tap fyrir FH
2010 - 1 stig, markatala: 2-3
0-1 tap fyrir Keflavík
2-2 jafntefli við Fram
2011 - 3 stig, markatala: 4-4
2-3 tap fyrir KR
2-1 sigur á Grindavík
2012 - 3 stig, markatala: 1-1
0-1 tap fyrir ÍA
1-0 sigur á Val
2013 - 6 stig, markatala: 8-2
4-1 sigur á Þór
4-1 sigur á ÍA
Fyrstu tveir heimaleikirnir unnust í fyrsta sinn í tíð Óla Kristjáns
