Ejub Purisevic átti engin svör þegar hann var spurður út í vítaspyurnuna sem Víkingur Ólafsvík fékk á sig í leiknum gegn Keflavík í gær.
Keflavík komst yfir eftir að hafa fengið vítaspyrnu á 69. mínútu. Eins og sést í samantekt leiksins var vítið dæmt eftir að Tomasz Luba, leikmaður Víkinga, handlék knöttinn í teignum.
Purisevic var svo spurður um atvikið eftir leik en viðtöl úr leiknum má sjá hér. "Vítið... ég get varla útskýrt hvað manni dettur í hug til þess að gera þetta," sagði Purisevic.
Ég skil ekki hvað hann var að gera
