Enski boltinn

Guardiola segir Suarez vilja fara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Luis Suarez fagnar marki með Liverpool.
Luis Suarez fagnar marki með Liverpool. Nordicphotos/AFP
Umboðsmaður framherjans Luis Suarez segir það ósk umbjóðanda síns að yfirgefa Liverpool og spila með liði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Pere Guardiola, umboðsmaður Suarez, hitti Brendan Rodgers, stjóra Liverpool og Ian Ayre, framkvæmdastjóra félagsins á aðskildum fundum í gær. Samkvæmt heimildum BBC voru umræður á fundunum vinalegar.

Guardiola hefur þó ekki lagt fram formlega beiðni um félagaskipti fyrir hönd Suarez. Framherjinn fékk framlengingu á sumarfríi sínu hjá Liverpool vegna þátttöku Úrúgvæ í Álfukeppninni í Brasilíu.

Suarez hefur sagt oftar en einu sinni í viðtölum í sumar að hann hafi áhuga á að spila með liði í Meistaradeildinni. Arsenal er talið eina félagið sem hefur lagt fram tilboð en 30 milljóna punda tilboði félagsins var umsvifalaust hafnað af Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×