Enski boltinn

Fyrirliði landsliðsfyrirliðans skrifaði undir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hudson skoðar síma sinn á meðan Aron Einar brosir til stuðningsmanna Cardiff þegar deildarmeistaratitillinn var í höfn.
Hudson skoðar síma sinn á meðan Aron Einar brosir til stuðningsmanna Cardiff þegar deildarmeistaratitillinn var í höfn. Nordicphotos/Getty
Mark Hudson, fyrirliði nýliða Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni, hefur endurnýjað samning sinn við félagið til sumarsins 2015.

„Það er léttir að vera búinn að ganga frá þessu svona snemma sumars," sagði Hudson við heimasíðu félagsins. Hann hafði áður samþykkt að vera um kyrrt til sumarsins 2014.

Hudson samdi við Cardiff árið 2009 en spilaði áður með Charlton. Miðvörðurinn hefur spilað yfir 150 leiki fyrir Cardiff síðan og var valinn besti leikmaður liðins tímabils af stuðningsmönnum félagsins.

„Hann er hinn fullkomni atvinnumaður, sannur leiðtogi og heiður að vinna með honum frá degi til dags," sagði Malky Mackay í viðtali á heimasíðu Cardiff.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, spilar á miðjunni hjá Cardiff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×