„Hún var alveg mjög hress. Sagðist vera nýlent á landinu,“ segir Pétur Hannesson sem rakst á stórleikkonuna Susan Sarandon í miðbænum í dag.
Pétur segir að leikkonan hafi verið hin almennilegasta og að það hefði verið lítið mál að fá að taka mynd af henni með dóttur Péturs, Sigurbjörgu Birtu, í Hjartagarðinum.
Leikkonan sagðist vera í fríi hér á landi ásamt syni sínum og unnusta. Unnusti hennar er hinn 37 ára gamli Jonathan Bricklin en Susan verður 67 ára í október.
„Við þökkuðum henni fyrir að koma með góða veðrið með sér og báðum hana um að njóta dvalarinnar,“ segir Pétur.
Voru engir stjörnustælar í leikkonunni?
„Alls engir, hún var virkilega vinaleg.“
Susan Sarandon í fríi á Íslandi
Kristjana Arnarsdóttir skrifar

Mest lesið




Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“
Tíska og hönnun




Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg
Tíska og hönnun

Vók Ofurmenni slaufað
Gagnrýni

Fleiri fréttir
