Misskilningur að þeir sem tali hægt, hugsi hægt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. nóvember 2013 21:57 „Samfélagið verður að koma til móts þá sem eiga við talörðuleika að stríða.“ Þetta segir prestur sem nú tekst á við afleiðingar heilablóðfalls. Hann segir það gegnumgangandi misskilning í samfélaginu að þeir sem tali hægt, hugsi hægt. Heilablóðfall er ein helsta orsök líkamlegrar fötlunar hjá fullorðnum og þriðja algengasta dánarorsök í hinum vestræna heimi. Heilablóð, eða slag, getur stafað af stíflaðri heilaslagæð eða þegar æð brestur í heilanum og það blæðir inn á heilavefinn. Meðferð byggist á endurhæfingu, líkamsþjálfun og iðjuþjálfun ásamt lyfjameðferð. Um fjögur hundruð manns fá heilablóð á Íslandi árlega. Þessir einstaklingar verða oft ekki fyrir alvarlegum heilaskaða og halda rökhugsun. Þeir upplifa engu að síður félagslega einangrun með skertri hreyfigeta og talörðuleikum. Baldur Kristjánsson, prestur, tilheyrir þessum hópi. Hann fékk heilablóðfall í febrúar síðastliðnum. Með undraverðum hætti og fyrir snarræði níu ára gamallar dóttur hans tókst að bjarga lífi hans. Greind Baldurs er ósködduð en hann glímir þó við talörðuleika. Hann skrifar um reynslu sína í Fréttablaðinu í dag og þá fordóma sem málhaltir upplifa. Baldur, fulltrúi hinna málhöltu, situr nú Kirkjuþing, þar sem menn taka einmitt til máls. „Það er komið að þeim punkti hjá mér að annað hvort læt ég mér batna eða ekki. Annað hvort gref ég mig inni eða fer út. Það er ástæðan fyrir því að mér datt í hug að fara á Kirkjuþing, sem byggir einmitt á töluðu máli,“ segir Baldur. „Það þarf ekki endilega að vera tenging milli þess að tala hægt eða ógreinilega og að vera með greindarskort.“ Vandamálið er tvíþætt. Fólk með talörðuleika þarf að taka af skarið og nota tjáningarleiðir sínar en það verkefni samfélagsins að koma til móts við þetta fólk. „Um leið og maður byrjar að tala þá sér maður að fólk hugsar: ,Helvítis fáviti'. Manni dylst ekki að fólk kemur fram við mann eins og barn og byrjar að segja "vinur" eða "Baldur minn." Það er eins og með þá sem eru fatlaðir að það verður að koma til móts við þá.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
„Samfélagið verður að koma til móts þá sem eiga við talörðuleika að stríða.“ Þetta segir prestur sem nú tekst á við afleiðingar heilablóðfalls. Hann segir það gegnumgangandi misskilning í samfélaginu að þeir sem tali hægt, hugsi hægt. Heilablóðfall er ein helsta orsök líkamlegrar fötlunar hjá fullorðnum og þriðja algengasta dánarorsök í hinum vestræna heimi. Heilablóð, eða slag, getur stafað af stíflaðri heilaslagæð eða þegar æð brestur í heilanum og það blæðir inn á heilavefinn. Meðferð byggist á endurhæfingu, líkamsþjálfun og iðjuþjálfun ásamt lyfjameðferð. Um fjögur hundruð manns fá heilablóð á Íslandi árlega. Þessir einstaklingar verða oft ekki fyrir alvarlegum heilaskaða og halda rökhugsun. Þeir upplifa engu að síður félagslega einangrun með skertri hreyfigeta og talörðuleikum. Baldur Kristjánsson, prestur, tilheyrir þessum hópi. Hann fékk heilablóðfall í febrúar síðastliðnum. Með undraverðum hætti og fyrir snarræði níu ára gamallar dóttur hans tókst að bjarga lífi hans. Greind Baldurs er ósködduð en hann glímir þó við talörðuleika. Hann skrifar um reynslu sína í Fréttablaðinu í dag og þá fordóma sem málhaltir upplifa. Baldur, fulltrúi hinna málhöltu, situr nú Kirkjuþing, þar sem menn taka einmitt til máls. „Það er komið að þeim punkti hjá mér að annað hvort læt ég mér batna eða ekki. Annað hvort gref ég mig inni eða fer út. Það er ástæðan fyrir því að mér datt í hug að fara á Kirkjuþing, sem byggir einmitt á töluðu máli,“ segir Baldur. „Það þarf ekki endilega að vera tenging milli þess að tala hægt eða ógreinilega og að vera með greindarskort.“ Vandamálið er tvíþætt. Fólk með talörðuleika þarf að taka af skarið og nota tjáningarleiðir sínar en það verkefni samfélagsins að koma til móts við þetta fólk. „Um leið og maður byrjar að tala þá sér maður að fólk hugsar: ,Helvítis fáviti'. Manni dylst ekki að fólk kemur fram við mann eins og barn og byrjar að segja "vinur" eða "Baldur minn." Það er eins og með þá sem eru fatlaðir að það verður að koma til móts við þá.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira