Fótbolti

Guðlaugur í landsliðið | Aron og Ólafur ekki með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn og verður með liðinu þegar að það mætir Rúsum í æfingaleik á miðvikudaginn.

Aron Einar Gunnarsson meiddist í leik með Cardiff í gær og þá hefur Ólafur Ingi Skúlason einnig dregið sig úr hópnum, eftir því sem kemur fram á Fótbolti.net.

Guðlaugur spilaði allan leikinn með hollenska liðinu NEC gegn Vitesse í dag en hann hefur verið fastamaður í liðinu að undanförnu. NEC vann, 2-1.

Hann á baki fjölmarga leiki með yngri landsliðum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×