Aukin neysla grænmetis nauðsynleg Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. september 2013 07:00 Miðað við niðurstöður nýrrar landskönnunar á mataræði Íslendinga má ætla að áhersla verði áfram lögð á aukna grænmetisneyslu. Nordichphotos/Getty Aukin áhersla verður á mataræðið í heild sinni í nýjum norrænum næringarráðleggingum sem kynntar verða formlega í októberbyrjun. Mælt er með mataræði sem inniheldur mikið af mat með trefjum frá náttúrunnar hendi þar sem fiskur og sjávarafurðir eru oft á borðum. Þá er mælt með því að nota jurtaolíur, velja fituminni mjólkurvörur og takmarka saltneyslu, að sögn dr. Ingibjargar Gunnarsdóttur, prófessors í næringarfræði. Hún segir hvert land nýta sér þær áherslur sem gefnar eru í norrænu ráðleggingunum og móti ráð um fæðuval til sinna landsmanna. „Við mótun íslenskra ráðlegginga er nauðsynlegt að taka tillit til mataræðis Íslendinga eins og það er í dag. Sem dæmi má nefna að mataræði Íslendinga hefur verið mjög próteinríkt í áratugi og þar af leiðandi engin ástæða til að leggja áherslu á aukna próteinneyslu þjóðarinnar í aðgerðum sem ætlað er að auka lýðheilsu.“ Ingibjörg tekur fram að miðað við niðurstöður landskönnunar á mataræði þjóðarinnar frá 2010 til 2011 og nýjar niðurstöður um breytingar á mataræði sex ára barna á Íslandi sem kynntar verða síðar í mánuðinum megi ætla að áhersla verði áfram lögð á að hvetja Íslendinga til aukinnar grænmetisneyslu auk þess sem gæði kolvetna verði eitt af aðalatriðunum.Ingibjörg Gunnarsdóttir„Sú áhersla felur í sér takmörkun á fínunnum kolvetnum. Í staðinn verði valið heilkorn sem kolvetnisgjafi ásamt kolvetni sem kemur úr grænmeti og ávöxtum. Ef orkuríkar fæðutegundir, eins og sykraðir drykkir, sætar bakarísvörur eða sælgæti, fínunnar kornvörur og fita í föstu formu, sem innihalda lítið af nauðsynlegum næringarefnum og trefjum, eru ríkur þáttur neyslunnar eykst hættan á langvinnum sjúkdómum og þyngdaraukningu. Einnig getur mikil neysla á unnum kjötvörum og rauðu kjöti aukið líkur á neikvæðum heilsufarsáhrifum og langvinnum sjúkdómum,“ greinir Ingibjörg frá. Hún segir rétt að taka sérstaklega fram að ráðlögð skipting orkuefnanna (kolvetni, fita, prótein) og ráðlagðir dagskammtar vítamína og steinefna eins og þeir birtast í norrænu ráðleggingunum eigi einungis við fyrir heilbrigða einstaklinga. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Aukin áhersla verður á mataræðið í heild sinni í nýjum norrænum næringarráðleggingum sem kynntar verða formlega í októberbyrjun. Mælt er með mataræði sem inniheldur mikið af mat með trefjum frá náttúrunnar hendi þar sem fiskur og sjávarafurðir eru oft á borðum. Þá er mælt með því að nota jurtaolíur, velja fituminni mjólkurvörur og takmarka saltneyslu, að sögn dr. Ingibjargar Gunnarsdóttur, prófessors í næringarfræði. Hún segir hvert land nýta sér þær áherslur sem gefnar eru í norrænu ráðleggingunum og móti ráð um fæðuval til sinna landsmanna. „Við mótun íslenskra ráðlegginga er nauðsynlegt að taka tillit til mataræðis Íslendinga eins og það er í dag. Sem dæmi má nefna að mataræði Íslendinga hefur verið mjög próteinríkt í áratugi og þar af leiðandi engin ástæða til að leggja áherslu á aukna próteinneyslu þjóðarinnar í aðgerðum sem ætlað er að auka lýðheilsu.“ Ingibjörg tekur fram að miðað við niðurstöður landskönnunar á mataræði þjóðarinnar frá 2010 til 2011 og nýjar niðurstöður um breytingar á mataræði sex ára barna á Íslandi sem kynntar verða síðar í mánuðinum megi ætla að áhersla verði áfram lögð á að hvetja Íslendinga til aukinnar grænmetisneyslu auk þess sem gæði kolvetna verði eitt af aðalatriðunum.Ingibjörg Gunnarsdóttir„Sú áhersla felur í sér takmörkun á fínunnum kolvetnum. Í staðinn verði valið heilkorn sem kolvetnisgjafi ásamt kolvetni sem kemur úr grænmeti og ávöxtum. Ef orkuríkar fæðutegundir, eins og sykraðir drykkir, sætar bakarísvörur eða sælgæti, fínunnar kornvörur og fita í föstu formu, sem innihalda lítið af nauðsynlegum næringarefnum og trefjum, eru ríkur þáttur neyslunnar eykst hættan á langvinnum sjúkdómum og þyngdaraukningu. Einnig getur mikil neysla á unnum kjötvörum og rauðu kjöti aukið líkur á neikvæðum heilsufarsáhrifum og langvinnum sjúkdómum,“ greinir Ingibjörg frá. Hún segir rétt að taka sérstaklega fram að ráðlögð skipting orkuefnanna (kolvetni, fita, prótein) og ráðlagðir dagskammtar vítamína og steinefna eins og þeir birtast í norrænu ráðleggingunum eigi einungis við fyrir heilbrigða einstaklinga.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent