Innlent

Börnin eiga eftir að kunna að meta þetta

Freyr Einarsson sjónvarpsstjóri afhendir hér Ragnari Bjarnasyni yfirlækni iPadana.
Freyr Einarsson sjónvarpsstjóri afhendir hér Ragnari Bjarnasyni yfirlækni iPadana. Mynd/GVA
„Börnin eiga eftir að kunna vel að meta þetta. Hér er mikilvægt að hafa eitthvað til að dreifa huganum og stytta börnum og fullorðnum stundirnar,“ segir Ragna Bjarnason, yfirlæknir barnalækninga á barna- og kvennasviði Landspítala háskólasjúkrahúss.

Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365 miðla færði í dag Barnaspítala Hringsins átta iPada að gjöf sem og fulla áskrift að öllum sjónvarpsstöðvum félagsins í gegnum OZ-appið.

Með OZ-appinu má horfa á allar stöðvar 365, Stöð 2, Stöð 3, Krakkastöðina, Stöð 2 Gull, Stöð 2 Bíó, PoppTíví, Stöð 2 sport og Stöð 2 Sport 2, auk allra hliðarrásanna í sportinu, sem og á Rúv. Öllu efni sem hugurinn girnist má safna upp á OZ-appinu og horfa þegar börnum eða foreldrum hentar. Ekki er að efa gjöfin eigi eftir að stytta mörgu barni eða foreldri stundirnar. Nú er bara að byrja að safna efni.

„Með OZ-appinu geta börnin á spítalanum horft á Krakkastöðina eða barnaefnið á Stöð 2 og foreldrar þeirra á kvikmyndir eða þá fínu þætti sem við bjóðum upp á, í beinni útsendingu eða af safninu,“ sagði Freyr Einarsson sjónvarpsstjóri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×