„Þar má líka sjá heitustu trendin sem hafa átt sér stað í gegnum árin sum eiga enn eftir að ná hápunkti á meðan önnur eru að líða undir lok. Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður segir lesendum hvað gerir heimili að heimili og fjallað er um hönnunarklassík sem örugglega flestir kannast við. Þetta er fyrsta bókin af vonandi mörgum því það er ekki minna skemmtilegt að búa til bók en blað," segir ritstjórinn Sigríður Elín Ásmundsdóttir.

