Ummælin dæma sig sjálf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 16:00 „Þetta snýst ekki um að við séum að fela eitthvað. Við viljum bara að rétt verð komi fram. Þeir hafa ekki í einu né neinu sinnt athugasemdum sem við höfum gert. Það gildir væntanlega um aðra aðila," segir Bjarni Friðrik Jóhannesson rekstrarstjóri Nóatúns. Fjallað hefur verið um þá ákvörðun forsvarsmanna Hagkaups að draga fyrirtækið út úr verðlagskönnunum ASÍ og bætast þar með í hóp þriggja verslana sem þegar höfðu lokað á verðlagskönnun í verslunum sínum. „Kostur, Víðir og Nóatún ásamt Hagkaupum hafa formlega vísað okkur út úr sínum verslunum en aðrar verslanir hafa ekki gert það," sagði Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, í útvarpsfréttum Bylgjunnar í dag. Þó er ljóst að fleiri verslanir hafa kosið að standa utan verðkannana ASÍ. Samkaup Úrval kaus að standa utan kannana ASÍ í nóvember en verslun fyrirtækisins á Akureyri var þó með í verðkönnuninni í desember. Bjarni Friðrik segir fulltrúa Kosts og Víðis hafa riðið á vaðið á sínum tíma. „Eftir því sem aðilum á markaðnum sem kusu að draga sig út úr þessum mælingum fjölgaði þá voru meira og minna lágvöruverslanir sem voru eftir standandi fyrir utan Nóatún og Hagkaup. Þar er ekki lagt að jöfnu það þjónustustig sem veitt er í þessum verslunum og svo það sem er í gangi á hinum stöðunum," segir Bjarni Friðrik.Hann bendir á að forsvarsmenn Hagkaups og Nóatúns hafi í lengri tíma gert alvarlegar athugasemdir við það verklag sem viðhaft sé í verðlagskönnunum. „Það er eitt að hafa uppi verðlagseftirlit en það er grundvallaratriði að þær niðurstöður sem birtar eru séu réttar," segir Bjarni Friðrik. Hann bendir á að gagnrýnin snúi fyrst og fremst að því að gæði mælinga ASÍ séu ekki nándar nærri góð. „Við höfum ítrekað bent á villur í þeim niðurstöðum sem hafa verið birtar og gert athugasemdir við þær villur sem snúið hafa að okkur. ASÍ hefur að engu leyti sinnt þeim athugasemdum," segir Bjarni Friðrik. Forsvarsmenn ASÍ hafa látið hafa eftir sér í dag að verslanirnar fjórar gætu haft eitthvað að fela. Þá segir á heimasíðu ASÍ að ástæða sé til þess að vara neytendur við að versla í þessum verslunum. Ætla megi að þær leiti skjóls til verðhækkana í því að útiloka fulltrúa neytenda úr verslunum sínum og gera þeim ókleift að sinna sjálfsögðu aðhalds- og upplýsingahlutverki sínu. „Ég held að slík ummæli dæmi sig bara sjálf. Það er háalvarlegt mál ef ASÍ ætlar ekki að gangast við þeim misferlum eða villum í þessum verðkönnunum sem við höfum ítrekað bent á," segir Bjarni Friðrik. Þeir hafi ekkert að fela. Hann nefnir handahófskennt dæmi um aðferðir sem viðhafðar séu í viðhorfskönnunum ASÍ. „Sem dæmi má nefna epli af tegundinni Jonagold. Þá er tekið verð af slíku epli hjá okkur en allt öðrum tegundum epla hjá samkeppnisaðilanum," segir Bjarni Friðrik. Tengdar fréttir Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. 6. febrúar 2013 13:13 "Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“ "Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ. 6. febrúar 2013 14:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
„Þetta snýst ekki um að við séum að fela eitthvað. Við viljum bara að rétt verð komi fram. Þeir hafa ekki í einu né neinu sinnt athugasemdum sem við höfum gert. Það gildir væntanlega um aðra aðila," segir Bjarni Friðrik Jóhannesson rekstrarstjóri Nóatúns. Fjallað hefur verið um þá ákvörðun forsvarsmanna Hagkaups að draga fyrirtækið út úr verðlagskönnunum ASÍ og bætast þar með í hóp þriggja verslana sem þegar höfðu lokað á verðlagskönnun í verslunum sínum. „Kostur, Víðir og Nóatún ásamt Hagkaupum hafa formlega vísað okkur út úr sínum verslunum en aðrar verslanir hafa ekki gert það," sagði Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, í útvarpsfréttum Bylgjunnar í dag. Þó er ljóst að fleiri verslanir hafa kosið að standa utan verðkannana ASÍ. Samkaup Úrval kaus að standa utan kannana ASÍ í nóvember en verslun fyrirtækisins á Akureyri var þó með í verðkönnuninni í desember. Bjarni Friðrik segir fulltrúa Kosts og Víðis hafa riðið á vaðið á sínum tíma. „Eftir því sem aðilum á markaðnum sem kusu að draga sig út úr þessum mælingum fjölgaði þá voru meira og minna lágvöruverslanir sem voru eftir standandi fyrir utan Nóatún og Hagkaup. Þar er ekki lagt að jöfnu það þjónustustig sem veitt er í þessum verslunum og svo það sem er í gangi á hinum stöðunum," segir Bjarni Friðrik.Hann bendir á að forsvarsmenn Hagkaups og Nóatúns hafi í lengri tíma gert alvarlegar athugasemdir við það verklag sem viðhaft sé í verðlagskönnunum. „Það er eitt að hafa uppi verðlagseftirlit en það er grundvallaratriði að þær niðurstöður sem birtar eru séu réttar," segir Bjarni Friðrik. Hann bendir á að gagnrýnin snúi fyrst og fremst að því að gæði mælinga ASÍ séu ekki nándar nærri góð. „Við höfum ítrekað bent á villur í þeim niðurstöðum sem hafa verið birtar og gert athugasemdir við þær villur sem snúið hafa að okkur. ASÍ hefur að engu leyti sinnt þeim athugasemdum," segir Bjarni Friðrik. Forsvarsmenn ASÍ hafa látið hafa eftir sér í dag að verslanirnar fjórar gætu haft eitthvað að fela. Þá segir á heimasíðu ASÍ að ástæða sé til þess að vara neytendur við að versla í þessum verslunum. Ætla megi að þær leiti skjóls til verðhækkana í því að útiloka fulltrúa neytenda úr verslunum sínum og gera þeim ókleift að sinna sjálfsögðu aðhalds- og upplýsingahlutverki sínu. „Ég held að slík ummæli dæmi sig bara sjálf. Það er háalvarlegt mál ef ASÍ ætlar ekki að gangast við þeim misferlum eða villum í þessum verðkönnunum sem við höfum ítrekað bent á," segir Bjarni Friðrik. Þeir hafi ekkert að fela. Hann nefnir handahófskennt dæmi um aðferðir sem viðhafðar séu í viðhorfskönnunum ASÍ. „Sem dæmi má nefna epli af tegundinni Jonagold. Þá er tekið verð af slíku epli hjá okkur en allt öðrum tegundum epla hjá samkeppnisaðilanum," segir Bjarni Friðrik.
Tengdar fréttir Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. 6. febrúar 2013 13:13 "Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“ "Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ. 6. febrúar 2013 14:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. 6. febrúar 2013 13:13
"Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“ "Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ. 6. febrúar 2013 14:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent