Pólitískur áróður eða blaðamennska? Ragnar Halldórsson skrifar 1. mars 2013 06:00 Þórður Snær Júlíusson skrifaði í Skoðun Fréttablaðsins 27. febrúar [Hægri varð vinstri] um Sjálfstæðisflokkinn með þeim hætti sem er nær því að vera pólitískur áróður en blaðamennska. Er Þórður Snær eins máls blaðamaður sem sér bara ESB en ekkert annað? Því hann þaggaði niður öll góðu málefnin sem voru samþykkt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt áherslu á að þjóðin fái að kjósa um það hvort aðildarviðræðum við ESB verði haldið áfram. Hvað er svona slæmt við það? Má þjóðin ekki kjósa um það hvort hún vilji að viðræðunum sé haldið áfram? Og hvaða röklausa vitleysa er það, sem kom fram í Skoðun Þórðar Snæs, um að eini frelsisflokkur Íslands, Sjálfstæðisflokkurinn, ætli sér ekki að tryggja frelsi og framþróun í samfélaginu? Eða að hann ætli ekki að auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi? Og er Þórður Snær að taka sér stöðu með andlitslausum og meintum síkópatískum vogunarsjóðum, sem hafa ætlað sér að eignast Ísland með húð og hári, þegar hann gagnrýnir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að hemja arðrán þeirra á Íslandi? Allt þetta er beinlínis fáránlegt og á frekar heima á athugasemdasíðum DV en í Skoðun virts viðskiptablaðamanns hjá Fréttablaðinu. Því þótt Þórður Snær sé greinilega stuðningsmaður Samfylkingarinnar, og jafnvel Bjartrar (eða svartrar) framtíðar, getur hann ekki leyft sér slíkt röklaust lýðskrum sem byggir á blekkingum en ekki á sannleikanum.Heimilin Og hvers vegna þaggar Þórður Snær niður áform Sjálfstæðisflokksins um lækkun skatta og hækkun á útborguðum launum? Með lækkun tekjuskatts, einföldun á skattkerfinu og brottfalli þrepaskiptingar? Og afnám stimpilgjalda? Finnst Þórði Snæ þetta ekki skipta neinu máli? En aðeins ferli aðildarviðræðnanna? Eða lækkun tryggingargjalds, svo fyrirtæki geti hækkað laun og ráðið fleira fólk? Eða að draga úr vægi verðtryggingar í húsnæðis- og neytendalánum? Að auðvelda afborganir af húsnæðislánum með skattaafslætti? Að fella niður skatt þegar greitt er inn á húsnæðislán? Eða að leyfa skuldsettum íbúðareigendum að hefja nýtt líf án gjaldþrots? Skiptir þetta Þórð Snæ engu máli? En aðeins ferli aðildarviðræðnanna? Eða að lækka virðisaukaskatt? Að einfalda vörugjöld og afnema þau að lokum? Og að lækka bensíngjald, sem lækkar höfuðstól lána heimilanna? Hvers vegna minnist Þórður Snær ekki einu orði á allt þetta?Hanna Birna Og Þórður Snær getur ekki heldur leyft sér að tala niður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna þess að hún hlýddi ekki vinstrimönnum og andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, sem vildu stjórnast með hana og etja henni út í annan formannsslag til að eyðileggja framtíð hennar og Sjálfstæðisflokkinn í leiðinni. Það er einfaldlega ósmekklegt að dylgja um að Hanna Birna hafi viðhaft „Davíðslegan aulahúmor“ á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hún talaði til pólitískra samherja sinna um pólitíska andstæðinga í upphafi kosningabaráttu. Aldrei hefur Þórður Snær skrifað um það Skoðun þegar Jóhanna Sigurðardóttir ræðst ósmekklega á Sjálfstæðisflokkinn. Eða þegar Steingrímur J. Sigfússon hefur gert hið sama. Eða Björn Valur Gíslason. Eða Þór Saari. Eða aðrir. Hvers vegna mega í huga Þórðar Snæs aðeins sumir tala um pólitíska andstæðinga á sínum landsfundum, en ekki forystumenn Sjálfstæðisflokksins? Svona málflutningur er til skammar og meira í ætt við hreinræktaðan pólitískan áróður en blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson skrifaði í Skoðun Fréttablaðsins 27. febrúar [Hægri varð vinstri] um Sjálfstæðisflokkinn með þeim hætti sem er nær því að vera pólitískur áróður en blaðamennska. Er Þórður Snær eins máls blaðamaður sem sér bara ESB en ekkert annað? Því hann þaggaði niður öll góðu málefnin sem voru samþykkt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt áherslu á að þjóðin fái að kjósa um það hvort aðildarviðræðum við ESB verði haldið áfram. Hvað er svona slæmt við það? Má þjóðin ekki kjósa um það hvort hún vilji að viðræðunum sé haldið áfram? Og hvaða röklausa vitleysa er það, sem kom fram í Skoðun Þórðar Snæs, um að eini frelsisflokkur Íslands, Sjálfstæðisflokkurinn, ætli sér ekki að tryggja frelsi og framþróun í samfélaginu? Eða að hann ætli ekki að auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi? Og er Þórður Snær að taka sér stöðu með andlitslausum og meintum síkópatískum vogunarsjóðum, sem hafa ætlað sér að eignast Ísland með húð og hári, þegar hann gagnrýnir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að hemja arðrán þeirra á Íslandi? Allt þetta er beinlínis fáránlegt og á frekar heima á athugasemdasíðum DV en í Skoðun virts viðskiptablaðamanns hjá Fréttablaðinu. Því þótt Þórður Snær sé greinilega stuðningsmaður Samfylkingarinnar, og jafnvel Bjartrar (eða svartrar) framtíðar, getur hann ekki leyft sér slíkt röklaust lýðskrum sem byggir á blekkingum en ekki á sannleikanum.Heimilin Og hvers vegna þaggar Þórður Snær niður áform Sjálfstæðisflokksins um lækkun skatta og hækkun á útborguðum launum? Með lækkun tekjuskatts, einföldun á skattkerfinu og brottfalli þrepaskiptingar? Og afnám stimpilgjalda? Finnst Þórði Snæ þetta ekki skipta neinu máli? En aðeins ferli aðildarviðræðnanna? Eða lækkun tryggingargjalds, svo fyrirtæki geti hækkað laun og ráðið fleira fólk? Eða að draga úr vægi verðtryggingar í húsnæðis- og neytendalánum? Að auðvelda afborganir af húsnæðislánum með skattaafslætti? Að fella niður skatt þegar greitt er inn á húsnæðislán? Eða að leyfa skuldsettum íbúðareigendum að hefja nýtt líf án gjaldþrots? Skiptir þetta Þórð Snæ engu máli? En aðeins ferli aðildarviðræðnanna? Eða að lækka virðisaukaskatt? Að einfalda vörugjöld og afnema þau að lokum? Og að lækka bensíngjald, sem lækkar höfuðstól lána heimilanna? Hvers vegna minnist Þórður Snær ekki einu orði á allt þetta?Hanna Birna Og Þórður Snær getur ekki heldur leyft sér að tala niður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna þess að hún hlýddi ekki vinstrimönnum og andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, sem vildu stjórnast með hana og etja henni út í annan formannsslag til að eyðileggja framtíð hennar og Sjálfstæðisflokkinn í leiðinni. Það er einfaldlega ósmekklegt að dylgja um að Hanna Birna hafi viðhaft „Davíðslegan aulahúmor“ á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hún talaði til pólitískra samherja sinna um pólitíska andstæðinga í upphafi kosningabaráttu. Aldrei hefur Þórður Snær skrifað um það Skoðun þegar Jóhanna Sigurðardóttir ræðst ósmekklega á Sjálfstæðisflokkinn. Eða þegar Steingrímur J. Sigfússon hefur gert hið sama. Eða Björn Valur Gíslason. Eða Þór Saari. Eða aðrir. Hvers vegna mega í huga Þórðar Snæs aðeins sumir tala um pólitíska andstæðinga á sínum landsfundum, en ekki forystumenn Sjálfstæðisflokksins? Svona málflutningur er til skammar og meira í ætt við hreinræktaðan pólitískan áróður en blaðamennsku.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun