Pólitískur áróður eða blaðamennska? Ragnar Halldórsson skrifar 1. mars 2013 06:00 Þórður Snær Júlíusson skrifaði í Skoðun Fréttablaðsins 27. febrúar [Hægri varð vinstri] um Sjálfstæðisflokkinn með þeim hætti sem er nær því að vera pólitískur áróður en blaðamennska. Er Þórður Snær eins máls blaðamaður sem sér bara ESB en ekkert annað? Því hann þaggaði niður öll góðu málefnin sem voru samþykkt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt áherslu á að þjóðin fái að kjósa um það hvort aðildarviðræðum við ESB verði haldið áfram. Hvað er svona slæmt við það? Má þjóðin ekki kjósa um það hvort hún vilji að viðræðunum sé haldið áfram? Og hvaða röklausa vitleysa er það, sem kom fram í Skoðun Þórðar Snæs, um að eini frelsisflokkur Íslands, Sjálfstæðisflokkurinn, ætli sér ekki að tryggja frelsi og framþróun í samfélaginu? Eða að hann ætli ekki að auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi? Og er Þórður Snær að taka sér stöðu með andlitslausum og meintum síkópatískum vogunarsjóðum, sem hafa ætlað sér að eignast Ísland með húð og hári, þegar hann gagnrýnir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að hemja arðrán þeirra á Íslandi? Allt þetta er beinlínis fáránlegt og á frekar heima á athugasemdasíðum DV en í Skoðun virts viðskiptablaðamanns hjá Fréttablaðinu. Því þótt Þórður Snær sé greinilega stuðningsmaður Samfylkingarinnar, og jafnvel Bjartrar (eða svartrar) framtíðar, getur hann ekki leyft sér slíkt röklaust lýðskrum sem byggir á blekkingum en ekki á sannleikanum.Heimilin Og hvers vegna þaggar Þórður Snær niður áform Sjálfstæðisflokksins um lækkun skatta og hækkun á útborguðum launum? Með lækkun tekjuskatts, einföldun á skattkerfinu og brottfalli þrepaskiptingar? Og afnám stimpilgjalda? Finnst Þórði Snæ þetta ekki skipta neinu máli? En aðeins ferli aðildarviðræðnanna? Eða lækkun tryggingargjalds, svo fyrirtæki geti hækkað laun og ráðið fleira fólk? Eða að draga úr vægi verðtryggingar í húsnæðis- og neytendalánum? Að auðvelda afborganir af húsnæðislánum með skattaafslætti? Að fella niður skatt þegar greitt er inn á húsnæðislán? Eða að leyfa skuldsettum íbúðareigendum að hefja nýtt líf án gjaldþrots? Skiptir þetta Þórð Snæ engu máli? En aðeins ferli aðildarviðræðnanna? Eða að lækka virðisaukaskatt? Að einfalda vörugjöld og afnema þau að lokum? Og að lækka bensíngjald, sem lækkar höfuðstól lána heimilanna? Hvers vegna minnist Þórður Snær ekki einu orði á allt þetta?Hanna Birna Og Þórður Snær getur ekki heldur leyft sér að tala niður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna þess að hún hlýddi ekki vinstrimönnum og andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, sem vildu stjórnast með hana og etja henni út í annan formannsslag til að eyðileggja framtíð hennar og Sjálfstæðisflokkinn í leiðinni. Það er einfaldlega ósmekklegt að dylgja um að Hanna Birna hafi viðhaft „Davíðslegan aulahúmor“ á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hún talaði til pólitískra samherja sinna um pólitíska andstæðinga í upphafi kosningabaráttu. Aldrei hefur Þórður Snær skrifað um það Skoðun þegar Jóhanna Sigurðardóttir ræðst ósmekklega á Sjálfstæðisflokkinn. Eða þegar Steingrímur J. Sigfússon hefur gert hið sama. Eða Björn Valur Gíslason. Eða Þór Saari. Eða aðrir. Hvers vegna mega í huga Þórðar Snæs aðeins sumir tala um pólitíska andstæðinga á sínum landsfundum, en ekki forystumenn Sjálfstæðisflokksins? Svona málflutningur er til skammar og meira í ætt við hreinræktaðan pólitískan áróður en blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson skrifaði í Skoðun Fréttablaðsins 27. febrúar [Hægri varð vinstri] um Sjálfstæðisflokkinn með þeim hætti sem er nær því að vera pólitískur áróður en blaðamennska. Er Þórður Snær eins máls blaðamaður sem sér bara ESB en ekkert annað? Því hann þaggaði niður öll góðu málefnin sem voru samþykkt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt áherslu á að þjóðin fái að kjósa um það hvort aðildarviðræðum við ESB verði haldið áfram. Hvað er svona slæmt við það? Má þjóðin ekki kjósa um það hvort hún vilji að viðræðunum sé haldið áfram? Og hvaða röklausa vitleysa er það, sem kom fram í Skoðun Þórðar Snæs, um að eini frelsisflokkur Íslands, Sjálfstæðisflokkurinn, ætli sér ekki að tryggja frelsi og framþróun í samfélaginu? Eða að hann ætli ekki að auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi? Og er Þórður Snær að taka sér stöðu með andlitslausum og meintum síkópatískum vogunarsjóðum, sem hafa ætlað sér að eignast Ísland með húð og hári, þegar hann gagnrýnir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að hemja arðrán þeirra á Íslandi? Allt þetta er beinlínis fáránlegt og á frekar heima á athugasemdasíðum DV en í Skoðun virts viðskiptablaðamanns hjá Fréttablaðinu. Því þótt Þórður Snær sé greinilega stuðningsmaður Samfylkingarinnar, og jafnvel Bjartrar (eða svartrar) framtíðar, getur hann ekki leyft sér slíkt röklaust lýðskrum sem byggir á blekkingum en ekki á sannleikanum.Heimilin Og hvers vegna þaggar Þórður Snær niður áform Sjálfstæðisflokksins um lækkun skatta og hækkun á útborguðum launum? Með lækkun tekjuskatts, einföldun á skattkerfinu og brottfalli þrepaskiptingar? Og afnám stimpilgjalda? Finnst Þórði Snæ þetta ekki skipta neinu máli? En aðeins ferli aðildarviðræðnanna? Eða lækkun tryggingargjalds, svo fyrirtæki geti hækkað laun og ráðið fleira fólk? Eða að draga úr vægi verðtryggingar í húsnæðis- og neytendalánum? Að auðvelda afborganir af húsnæðislánum með skattaafslætti? Að fella niður skatt þegar greitt er inn á húsnæðislán? Eða að leyfa skuldsettum íbúðareigendum að hefja nýtt líf án gjaldþrots? Skiptir þetta Þórð Snæ engu máli? En aðeins ferli aðildarviðræðnanna? Eða að lækka virðisaukaskatt? Að einfalda vörugjöld og afnema þau að lokum? Og að lækka bensíngjald, sem lækkar höfuðstól lána heimilanna? Hvers vegna minnist Þórður Snær ekki einu orði á allt þetta?Hanna Birna Og Þórður Snær getur ekki heldur leyft sér að tala niður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna þess að hún hlýddi ekki vinstrimönnum og andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, sem vildu stjórnast með hana og etja henni út í annan formannsslag til að eyðileggja framtíð hennar og Sjálfstæðisflokkinn í leiðinni. Það er einfaldlega ósmekklegt að dylgja um að Hanna Birna hafi viðhaft „Davíðslegan aulahúmor“ á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hún talaði til pólitískra samherja sinna um pólitíska andstæðinga í upphafi kosningabaráttu. Aldrei hefur Þórður Snær skrifað um það Skoðun þegar Jóhanna Sigurðardóttir ræðst ósmekklega á Sjálfstæðisflokkinn. Eða þegar Steingrímur J. Sigfússon hefur gert hið sama. Eða Björn Valur Gíslason. Eða Þór Saari. Eða aðrir. Hvers vegna mega í huga Þórðar Snæs aðeins sumir tala um pólitíska andstæðinga á sínum landsfundum, en ekki forystumenn Sjálfstæðisflokksins? Svona málflutningur er til skammar og meira í ætt við hreinræktaðan pólitískan áróður en blaðamennsku.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun