Gömul saga og ný (Saga af lífeyrissjóði) Inga Sigrún Atladóttir skrifar 1. mars 2013 06:00 Árið 2003 voru nokkrir skólafélagar og fjölskylduvinir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði Austurlands. Stuttu eftir aldamótin síðustu fóru fréttir að berast af því að stjórnarmennirnir hefðu alls ekki hugað nógu vel að því almannafé sem þeim var treyst fyrir. Fréttir af hugsanlegu fjármálabraski fór eins og eldur í sinu yfir allt Austurland og mörgum var illa brugðið. Opinberlega byrjaði sagan 10. apríl 2003 með því að nokkrir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Austurlands kærðu sjóðinn og kröfðust rannsóknar á lánveitingum til ýmissa aðila. Árið 2001 hafði sjóðurinn þurft að afskrifa 270 milljónir króna vegna gjaldfallinna lána og annarra viðskipta við verðbréfafyrirtækið Burnham International, sem varð gjaldþrota, og Guðmund Franklín Jónsson verðbréfasala. Einnig voru afskrifaðar ríflega 800 milljónir vegna eignar í óskráðum hlutabréfum, innlendum sem erlendum. Í kæru sjóðsfélaga var óskað eftir rannsókn á störfum framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins, á kaupum á hlutabréfum sem gerð voru án vitundar stjórnar og vegna ófullnægjandi endurskoðunar. Vegna þessa máls þurfti Lífeyrissjóður Austurlands að skerða réttindi sjóðfélaga um 5,4%. Í litlu samfélagi logaði allt stafnanna á milli. Hvernig gátu menn í lífeyrissjóðum leyft sér annað eins? Hvar voru eftirlitsaðilarnir? Hver ber ábyrgð? Hvers vegna gæta stjórnvöld landsins ekki að því að sparnaður Austfirðinga sé öruggur? Þáverandi stjórnarformaður barðist erfiðri baráttu um að fá málið upplýst. Hann vildi ekki eiga yfir höfði sér óskilgreindar fyrndar sakir. Hann vildi umræðu um hver ábyrgð Kaupþings, sem hafði séð um gjörningana fyrir hönd lífeyrissjóðsins, væri. Hann vildi kanna hvernig málum væri háttað í öðrum lífeyrissjóðum. Hann þekkti starfsemi lífeyrissjóða landsmanna og vildi að kerfið yrði tekið til endurskoðunar þannig að hægt væri að snúa af þeirri braut sem byrjað var að feta. Málið var aldrei klárað, að hluta til var það fyrnt og að öðrum hluta að mestu látið niður falla. Eftir stóð að í umræðunni og minningunni fór eitthvað fram í Lífeyrissjóði Austurlands sem ekki átti að geta átt sér stað í siðaðra manna samfélagi. Sagan hefur sýntað æfingarnar sem voru stundaðar í Lífeyrissjóði Austurlands voru regla frekar en undantekning. Hefðu hlutirnir farið á annan veg hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir annað og meira tjón. Ef málið hefði verið rannsakað ofan í kjölinn og ábyrgð manna skýrð, eins og stjórnarformaðurinn lagði alla tíð megináherslu á, væri landið hugsanlega í annarri stöðu í dag. En það er eitt af því sem við fáum aldrei að vita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2003 voru nokkrir skólafélagar og fjölskylduvinir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði Austurlands. Stuttu eftir aldamótin síðustu fóru fréttir að berast af því að stjórnarmennirnir hefðu alls ekki hugað nógu vel að því almannafé sem þeim var treyst fyrir. Fréttir af hugsanlegu fjármálabraski fór eins og eldur í sinu yfir allt Austurland og mörgum var illa brugðið. Opinberlega byrjaði sagan 10. apríl 2003 með því að nokkrir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Austurlands kærðu sjóðinn og kröfðust rannsóknar á lánveitingum til ýmissa aðila. Árið 2001 hafði sjóðurinn þurft að afskrifa 270 milljónir króna vegna gjaldfallinna lána og annarra viðskipta við verðbréfafyrirtækið Burnham International, sem varð gjaldþrota, og Guðmund Franklín Jónsson verðbréfasala. Einnig voru afskrifaðar ríflega 800 milljónir vegna eignar í óskráðum hlutabréfum, innlendum sem erlendum. Í kæru sjóðsfélaga var óskað eftir rannsókn á störfum framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins, á kaupum á hlutabréfum sem gerð voru án vitundar stjórnar og vegna ófullnægjandi endurskoðunar. Vegna þessa máls þurfti Lífeyrissjóður Austurlands að skerða réttindi sjóðfélaga um 5,4%. Í litlu samfélagi logaði allt stafnanna á milli. Hvernig gátu menn í lífeyrissjóðum leyft sér annað eins? Hvar voru eftirlitsaðilarnir? Hver ber ábyrgð? Hvers vegna gæta stjórnvöld landsins ekki að því að sparnaður Austfirðinga sé öruggur? Þáverandi stjórnarformaður barðist erfiðri baráttu um að fá málið upplýst. Hann vildi ekki eiga yfir höfði sér óskilgreindar fyrndar sakir. Hann vildi umræðu um hver ábyrgð Kaupþings, sem hafði séð um gjörningana fyrir hönd lífeyrissjóðsins, væri. Hann vildi kanna hvernig málum væri háttað í öðrum lífeyrissjóðum. Hann þekkti starfsemi lífeyrissjóða landsmanna og vildi að kerfið yrði tekið til endurskoðunar þannig að hægt væri að snúa af þeirri braut sem byrjað var að feta. Málið var aldrei klárað, að hluta til var það fyrnt og að öðrum hluta að mestu látið niður falla. Eftir stóð að í umræðunni og minningunni fór eitthvað fram í Lífeyrissjóði Austurlands sem ekki átti að geta átt sér stað í siðaðra manna samfélagi. Sagan hefur sýntað æfingarnar sem voru stundaðar í Lífeyrissjóði Austurlands voru regla frekar en undantekning. Hefðu hlutirnir farið á annan veg hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir annað og meira tjón. Ef málið hefði verið rannsakað ofan í kjölinn og ábyrgð manna skýrð, eins og stjórnarformaðurinn lagði alla tíð megináherslu á, væri landið hugsanlega í annarri stöðu í dag. En það er eitt af því sem við fáum aldrei að vita.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun