
Gömul saga og ný (Saga af lífeyrissjóði)
Opinberlega byrjaði sagan 10. apríl 2003 með því að nokkrir sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Austurlands kærðu sjóðinn og kröfðust rannsóknar á lánveitingum til ýmissa aðila. Árið 2001 hafði sjóðurinn þurft að afskrifa 270 milljónir króna vegna gjaldfallinna lána og annarra viðskipta við verðbréfafyrirtækið Burnham International, sem varð gjaldþrota, og Guðmund Franklín Jónsson verðbréfasala. Einnig voru afskrifaðar ríflega 800 milljónir vegna eignar í óskráðum hlutabréfum, innlendum sem erlendum. Í kæru sjóðsfélaga var óskað eftir rannsókn á störfum framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins, á kaupum á hlutabréfum sem gerð voru án vitundar stjórnar og vegna ófullnægjandi endurskoðunar. Vegna þessa máls þurfti Lífeyrissjóður Austurlands að skerða réttindi sjóðfélaga um 5,4%.
Í litlu samfélagi logaði allt stafnanna á milli. Hvernig gátu menn í lífeyrissjóðum leyft sér annað eins? Hvar voru eftirlitsaðilarnir? Hver ber ábyrgð? Hvers vegna gæta stjórnvöld landsins ekki að því að sparnaður Austfirðinga sé öruggur?
Þáverandi stjórnarformaður barðist erfiðri baráttu um að fá málið upplýst. Hann vildi ekki eiga yfir höfði sér óskilgreindar fyrndar sakir. Hann vildi umræðu um hver ábyrgð Kaupþings, sem hafði séð um gjörningana fyrir hönd lífeyrissjóðsins, væri. Hann vildi kanna hvernig málum væri háttað í öðrum lífeyrissjóðum. Hann þekkti starfsemi lífeyrissjóða landsmanna og vildi að kerfið yrði tekið til endurskoðunar þannig að hægt væri að snúa af þeirri braut sem byrjað var að feta.
Málið var aldrei klárað, að hluta til var það fyrnt og að öðrum hluta að mestu látið niður falla. Eftir stóð að í umræðunni og minningunni fór eitthvað fram í Lífeyrissjóði Austurlands sem ekki átti að geta átt sér stað í siðaðra manna samfélagi.
Sagan hefur sýntað æfingarnar sem voru stundaðar í Lífeyrissjóði Austurlands voru regla frekar en undantekning. Hefðu hlutirnir farið á annan veg hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir annað og meira tjón. Ef málið hefði verið rannsakað ofan í kjölinn og ábyrgð manna skýrð, eins og stjórnarformaðurinn lagði alla tíð megináherslu á, væri landið hugsanlega í annarri stöðu í dag.
En það er eitt af því sem við fáum aldrei að vita.
Skoðun

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar