Reykjanesfólkvangur eða Reykjanes Geopark Róbert Ragnarsson skrifar 1. mars 2013 06:00 Bæjarráð Grindavíkurbæjar telur að hagsmunum bæjarins og þeirra svæða innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar sem eru innan Reykjanesfólkvangs geti verið betur borgið innan jarðvangs (e. Geopark) frekar en fólkvangs. Bæjarráð hefur því falið bæjarstjóra og formanni bæjarráð,s sem er jafnframt fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs, að taka upp viðræður við aðra aðila að fólkvangnum og umhverfisstofnun um möguleg slit á fólkvangnum. Þessi ákvörðun bæjarráðs hefur fengið nokkra umfjöllun sem von er. Það gætir talsverðs misskilnings í þeirri umræðu og sumir fjölmiðlar gengið svo langt að túlka ákvörðunina þannig að Grindavíkurbær sé að aflétta friðun svo orkufyrirtæki geti virkjað að vild. Þeir fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að leita upplýsinga hjá Grindavíkurbæ. Stjórn Reykjanesfólkvangs hefur unnið drög að stjórnunaráætlun fyrir fólkvanginn sem m.a. gerir ráð fyrir sameiningu við Bláfjallafólkvang. Sú vinna er rót þeirrar umræðu sem nú fer fram um framtíð Reykjanesfólkvangs. Hvað er fólkvangur? Fólkvangar eru skilgreindir í 3. gr. í náttúruverndarlaga sem „Landsvæði í umsjón sveitarfélags eða sveitarfélaga sem friðlýst hefur verið til útivistar og almenningsnota“. Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð árið 1975 og standa að honum sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær. Reykjanesfólkvangur nær hins vegar ekki yfir landsvæði innan allra sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær leggja t.d. ekki til neitt land en Grindavíkurbær leggur til um 60% þess lands sem er innan fólkvangsins. Sveitarfélögin hafa aldrei samþykkt samvinnusamning eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum, heldur hefur hefðin verið sú að Reykjavíkurborg fer með formennsku og greiðir að mestu rekstrarkostnað. Grindavíkurbær fer með eitt atkvæði í stjórn fólkvangsins. Að mati Grindavíkurbæjar eru verndunarákvæði Reykjanesfólkvangs frekar takmörkuð og lítt skilgreind. Í auglýsingu um Reykjanesfólkvang frá 1975 segir: „Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar en undanskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð í því sambandi.“ Ákvæðin setja því engar hömlur á jarðhitavinnslu innan fólkvangsins. Þvert á móti setur verndin takmarkanir á allar framkvæmdir NEMA jarðhitanýtingu. Ein stærsta jarðvegsnáma landsins er auk þess rekin innan fólkvangsins, þannig að verndin hefur ekki verið mjög virk. Vinnuvélar á leiðinni? Í frétt á vefmiðlinum Smugunni er því haldið fram að markmið Grindavíkurbæjar sé að auðvelda orkufyrirtæki að koma með vinnuvélar inn í Reykjanesfólkvang og hefja framkvæmdir. Hið rétta er að það er ekki fyrirhuguð nein orkuvinnsla innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhugað í landi Hafnarfjarðar og sem fyrr segir setur fólkvangskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Hafnarfjarðarbær hefur hins vegar unnið að gerð auðlindastefnu að grindvískri fyrirmynd til að marka sér stefnu um hvort og þá hvernig orkunýting á að fara fram innan þeirra skipulagsmarka. Auðlindastefna Grindavíkurbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að marka sér auðlindastefnu. Sú stefna miðar að vernd og nýtingu náttúruauðlinda innan sveitarfélagsins. Nokkur samhljómur er milli auðlindastefnunnar og Rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síðastliðin 20 ár. Auðlindastefnan er eitt meginþemað í nýju Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar, en í því er lögð svokölluð hverfisvernd á ýmis svæði innan sveitarfélagsins sem innihalda náttúru- og menningarminjar. Sem dæmi má nefna Eldvörp, Selatanga, Húshólma og Brimketil. Þessar minjar eru meðal þeirra sem Reykjanesjarðvangur mun gera hærra undir höfði og aðgengilegri fyrir ferðafólk. Engin hverfisverndarsvæði eru innan Reykjanesfólkvangsins. Geopark, eða jarðvangur, er ekki skilgreindur í lögum. Um þá gilda hins vegar ákveðnir vottunarskilmálar sem UNESCO hefur sett. Það eru tæplega 100 jarðvangar til í heiminum og um helmingurinn í Evrópu. Einn slíkur hefur þegar fengið vottun á Íslandi, þ.e. Katla Geopark á Suðurlandi. Tilgangur Reykjanes Geopark er að vernda og nýta jarðminjar svæðisins í þágu sjálfbærrar þróunar og eflingar byggðarinnar. Að mati Grindavíkurbæjar er mögulegt að sinna þeim svæðum sem eru innan Reykjanesfólkvangs betur með því að beita hverfisverndarákvæðum skipulagslaga og vottunarskilmálum UNESCO en hefur verið gert með skilmálum Reykjanesfólkvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Ragnarsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarráð Grindavíkurbæjar telur að hagsmunum bæjarins og þeirra svæða innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar sem eru innan Reykjanesfólkvangs geti verið betur borgið innan jarðvangs (e. Geopark) frekar en fólkvangs. Bæjarráð hefur því falið bæjarstjóra og formanni bæjarráð,s sem er jafnframt fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs, að taka upp viðræður við aðra aðila að fólkvangnum og umhverfisstofnun um möguleg slit á fólkvangnum. Þessi ákvörðun bæjarráðs hefur fengið nokkra umfjöllun sem von er. Það gætir talsverðs misskilnings í þeirri umræðu og sumir fjölmiðlar gengið svo langt að túlka ákvörðunina þannig að Grindavíkurbær sé að aflétta friðun svo orkufyrirtæki geti virkjað að vild. Þeir fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að leita upplýsinga hjá Grindavíkurbæ. Stjórn Reykjanesfólkvangs hefur unnið drög að stjórnunaráætlun fyrir fólkvanginn sem m.a. gerir ráð fyrir sameiningu við Bláfjallafólkvang. Sú vinna er rót þeirrar umræðu sem nú fer fram um framtíð Reykjanesfólkvangs. Hvað er fólkvangur? Fólkvangar eru skilgreindir í 3. gr. í náttúruverndarlaga sem „Landsvæði í umsjón sveitarfélags eða sveitarfélaga sem friðlýst hefur verið til útivistar og almenningsnota“. Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð árið 1975 og standa að honum sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær. Reykjanesfólkvangur nær hins vegar ekki yfir landsvæði innan allra sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær leggja t.d. ekki til neitt land en Grindavíkurbær leggur til um 60% þess lands sem er innan fólkvangsins. Sveitarfélögin hafa aldrei samþykkt samvinnusamning eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum, heldur hefur hefðin verið sú að Reykjavíkurborg fer með formennsku og greiðir að mestu rekstrarkostnað. Grindavíkurbær fer með eitt atkvæði í stjórn fólkvangsins. Að mati Grindavíkurbæjar eru verndunarákvæði Reykjanesfólkvangs frekar takmörkuð og lítt skilgreind. Í auglýsingu um Reykjanesfólkvang frá 1975 segir: „Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar en undanskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð í því sambandi.“ Ákvæðin setja því engar hömlur á jarðhitavinnslu innan fólkvangsins. Þvert á móti setur verndin takmarkanir á allar framkvæmdir NEMA jarðhitanýtingu. Ein stærsta jarðvegsnáma landsins er auk þess rekin innan fólkvangsins, þannig að verndin hefur ekki verið mjög virk. Vinnuvélar á leiðinni? Í frétt á vefmiðlinum Smugunni er því haldið fram að markmið Grindavíkurbæjar sé að auðvelda orkufyrirtæki að koma með vinnuvélar inn í Reykjanesfólkvang og hefja framkvæmdir. Hið rétta er að það er ekki fyrirhuguð nein orkuvinnsla innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhugað í landi Hafnarfjarðar og sem fyrr segir setur fólkvangskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Hafnarfjarðarbær hefur hins vegar unnið að gerð auðlindastefnu að grindvískri fyrirmynd til að marka sér stefnu um hvort og þá hvernig orkunýting á að fara fram innan þeirra skipulagsmarka. Auðlindastefna Grindavíkurbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að marka sér auðlindastefnu. Sú stefna miðar að vernd og nýtingu náttúruauðlinda innan sveitarfélagsins. Nokkur samhljómur er milli auðlindastefnunnar og Rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síðastliðin 20 ár. Auðlindastefnan er eitt meginþemað í nýju Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar, en í því er lögð svokölluð hverfisvernd á ýmis svæði innan sveitarfélagsins sem innihalda náttúru- og menningarminjar. Sem dæmi má nefna Eldvörp, Selatanga, Húshólma og Brimketil. Þessar minjar eru meðal þeirra sem Reykjanesjarðvangur mun gera hærra undir höfði og aðgengilegri fyrir ferðafólk. Engin hverfisverndarsvæði eru innan Reykjanesfólkvangsins. Geopark, eða jarðvangur, er ekki skilgreindur í lögum. Um þá gilda hins vegar ákveðnir vottunarskilmálar sem UNESCO hefur sett. Það eru tæplega 100 jarðvangar til í heiminum og um helmingurinn í Evrópu. Einn slíkur hefur þegar fengið vottun á Íslandi, þ.e. Katla Geopark á Suðurlandi. Tilgangur Reykjanes Geopark er að vernda og nýta jarðminjar svæðisins í þágu sjálfbærrar þróunar og eflingar byggðarinnar. Að mati Grindavíkurbæjar er mögulegt að sinna þeim svæðum sem eru innan Reykjanesfólkvangs betur með því að beita hverfisverndarákvæðum skipulagslaga og vottunarskilmálum UNESCO en hefur verið gert með skilmálum Reykjanesfólkvangs.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun