Innlent

Eldur í gámi og mikið um sjúkraflutninga

Slökkviliðsmenn við störf. Athugið að myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn við störf. Athugið að myndin er úr safni.

Slökkviliðið var kallað út seint í nótt vegna eldsvoða í gámi nærri KFUM á Holtavegi. Vel gekk að slökkva eldinn og eru skemmdir ekki teljandi.

Þá var mikið um sjúkraflutninga í nótt, en sjúkraflutningamenn fóru í 34 útköll í nótt. Þau voru af öllum toga og ekki sérstaklega bundin við skemmtanahald í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×