Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - Víkingur 1-0 | Eitt skot eitt mark 20. maí 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Þór Akureyri náði í sín fyrstu stig á þessari leiktíð eftir 1-0 sigur gegn Víkingi frá Ólafsvík í Pepsi-deild karla í dag. Liðin mættust á Akureyri og höfðu heimamenn betur í heldur bragðdaufum leik. Víkingur var öllu sterkari í fyrri hálfleik en Þór náði forystunni á 43. mínútu með marki frá Chukwudi Chijindu. Hann fylgdi vel á eftir skoti sem Jóhann Þórhallsson tók en hann hafði með harðfylgni prjónað sig í gegnum vörn Víkinga. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og náðu Víkingar ekki að ógna marki fyrr en undir lok leiksins. Abdel-Farid Zato-Arouna, sem átti fínan leik hjá Víkingi, átti þeirra besta færi þegar skammt var eftir. Joshua Wicks varði frábærlega og kom í veg fyrir að Víkingar næðu í stig. Staðan hjá Víkingi er dökk en liðið er án stiga eftir fjóra leiki. Þór nær hins vegar í þrjú mikilvæg stig og mjakar sér af botinum. Þór hefur því þrjú stig að loknum fjórum umferðum en Víkingur Ólafsvík er enn stigalaus á botni deildarinnar ásamt Skagamönnum.Chuck: Ég reyni að klára færin„Þetta var mjög mikilvægur sigur. Það er alltaf gott að fá þrjú stig en sérstaklega núna þegar þetta eru okkar fyrstu stig. Gott fyrir sjálfstraustið í hópnum og við getum vel byggt á þessu fyrir næsta leik,” sagði Chukwudi Chijindu, markaskorari Þórsara í dag. „Fyrir framherja er alltaf gott að skora mörk. Ég reyni alltaf að gera mitt fyrir liðið og vera á réttum stað. Vonandi fara fleiri færi að falla með mér og ég reyni þá að klára þau eins og í dag. Það er erfitt að vinna þegar maður lendir undir en vörnin spilaði vel í dag og var þétt fyrir. Við vorum að ná sendingum okkar á milli, unnum fyrir hvorn annan og börðumst. Það er fín uppskrift að þremur stigum,” hafði Chuck, eins og hann er kallaður, um spilamennsku liðsins. „Við verðum klárir í næsta leik. Við höldum áfram að æfa vel og berjast. Við förum ekki of hátt upp eftir þennan sigur en þetta gefur okkur sjálfstraust og við höldum okkur á jörðinni. Í fótbolta er það bara einn leikur í einu og nú einbeitum við okkur að næsta leik,” voru hans lokaorð en Þór mætir Fylki í Árbænum í næstu umferð.Ejub: Við áttum ekki að tapa þessum leik„Það er mjög sárt að tapa hérna miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Mér fannst við ekki eiga að tapa hér í dag,” voru fyrstu viðbrögð Ejub Purisevic eftir leik hans manna í dag. „Mórallinn er langt frá því að vera slæmur í hópnum. Við erum nýliðar í þessari deild eins og ég hef oft nefnt áður þá er margt sem við þurfum að læra og gera betur. Við þurfum bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik, fækka mistökunum og gera betur.” „Eini leikur okkar sem hefur kannski verið virkilega lélegur er fyrri hálfleikurinn á móti Stjörnunni. Ég á ekki við að við höfum verið mikið betri aðilinn en við höfum ekki verið lakari aðilinn eins og t.d. í dag eða á móti Keflavík. En reynsla og nokkrir reyndir leikmenn vega þungt í þessari deild. Að mínu mati gerðu Þórsarar ekki mikið í dag en þeir skoruðu þó mark sem skilur liðin að,” sagði Ejub aðspurður um hvort hann sæi batamerki á liði sínu. Nú virtist sem að dómgæslan sem og tafir Þórsara færu í taugarnar á þínum mönnum? „Það er oft þannig þegar maður er undir að andstæðingurinn reynir að kaupa sér tíma en það er undir dómaranum komið að bera virðingu fyrir leikmönnunum og liðunum og hafa línu til þess að dæma eftir,” sagði Ejub að lokum.Páll Viðar: Ef maður heldur hreinu er möguleiki á sigri„Mér fannst leikurinn þróast eins og við höfðum búið liðið undir. Stál í stál og hörkulið frá Ólafsvík sem mætti okkur. Við stóðum vaktina í vörninni vel og það er jákvætt,” sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir 1-0 sigur á Víkingi Ólafsvík í dag. „Þetta er gríðarlegur mikilvægur sigur fyrir okkur til þess að komast með stig á töfluna eftir að hafa ekki verið nálægt því að ná í stig úr fyrstu þremur leikjunum. Vissulega ætluðum við að vera öflugir hérna heima fyrir en töpuðum fyrsta heimaleiknum gegn FH þó mér hafi fundist hann hafa getað fallið báðu megin í stöðunni 0-0 en á endanum fóru FH-ingar með sannfærandi sigur heim. Í dag héldum við þó hreinu og það er jákvætt,” sagði Páll Viðar um fyrstu stig Þórsara þetta sumarið. „Við undirbjuggum okkur voðalega svipað og fyrir hina leikina. Við erum að reyna að þétta liðið þegar við verjumst og reyna svo að nýta okkar kosti í sóknarleiknum með því að spila boltanum upp í fæturna á fremstu línunni. Við höfum góða menn í það en það er ekki nóg að hafa þá ef við ætlum ekki að nota okkur það. Við erum að berjast við að tengja þetta saman en alltaf þarf að byrja á því að verjast almennilega og ef maður heldur hreinu er alltaf möguleiki á að vinna," voru svo lokaorð Páls. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Þór Akureyri náði í sín fyrstu stig á þessari leiktíð eftir 1-0 sigur gegn Víkingi frá Ólafsvík í Pepsi-deild karla í dag. Liðin mættust á Akureyri og höfðu heimamenn betur í heldur bragðdaufum leik. Víkingur var öllu sterkari í fyrri hálfleik en Þór náði forystunni á 43. mínútu með marki frá Chukwudi Chijindu. Hann fylgdi vel á eftir skoti sem Jóhann Þórhallsson tók en hann hafði með harðfylgni prjónað sig í gegnum vörn Víkinga. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og náðu Víkingar ekki að ógna marki fyrr en undir lok leiksins. Abdel-Farid Zato-Arouna, sem átti fínan leik hjá Víkingi, átti þeirra besta færi þegar skammt var eftir. Joshua Wicks varði frábærlega og kom í veg fyrir að Víkingar næðu í stig. Staðan hjá Víkingi er dökk en liðið er án stiga eftir fjóra leiki. Þór nær hins vegar í þrjú mikilvæg stig og mjakar sér af botinum. Þór hefur því þrjú stig að loknum fjórum umferðum en Víkingur Ólafsvík er enn stigalaus á botni deildarinnar ásamt Skagamönnum.Chuck: Ég reyni að klára færin„Þetta var mjög mikilvægur sigur. Það er alltaf gott að fá þrjú stig en sérstaklega núna þegar þetta eru okkar fyrstu stig. Gott fyrir sjálfstraustið í hópnum og við getum vel byggt á þessu fyrir næsta leik,” sagði Chukwudi Chijindu, markaskorari Þórsara í dag. „Fyrir framherja er alltaf gott að skora mörk. Ég reyni alltaf að gera mitt fyrir liðið og vera á réttum stað. Vonandi fara fleiri færi að falla með mér og ég reyni þá að klára þau eins og í dag. Það er erfitt að vinna þegar maður lendir undir en vörnin spilaði vel í dag og var þétt fyrir. Við vorum að ná sendingum okkar á milli, unnum fyrir hvorn annan og börðumst. Það er fín uppskrift að þremur stigum,” hafði Chuck, eins og hann er kallaður, um spilamennsku liðsins. „Við verðum klárir í næsta leik. Við höldum áfram að æfa vel og berjast. Við förum ekki of hátt upp eftir þennan sigur en þetta gefur okkur sjálfstraust og við höldum okkur á jörðinni. Í fótbolta er það bara einn leikur í einu og nú einbeitum við okkur að næsta leik,” voru hans lokaorð en Þór mætir Fylki í Árbænum í næstu umferð.Ejub: Við áttum ekki að tapa þessum leik„Það er mjög sárt að tapa hérna miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Mér fannst við ekki eiga að tapa hér í dag,” voru fyrstu viðbrögð Ejub Purisevic eftir leik hans manna í dag. „Mórallinn er langt frá því að vera slæmur í hópnum. Við erum nýliðar í þessari deild eins og ég hef oft nefnt áður þá er margt sem við þurfum að læra og gera betur. Við þurfum bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik, fækka mistökunum og gera betur.” „Eini leikur okkar sem hefur kannski verið virkilega lélegur er fyrri hálfleikurinn á móti Stjörnunni. Ég á ekki við að við höfum verið mikið betri aðilinn en við höfum ekki verið lakari aðilinn eins og t.d. í dag eða á móti Keflavík. En reynsla og nokkrir reyndir leikmenn vega þungt í þessari deild. Að mínu mati gerðu Þórsarar ekki mikið í dag en þeir skoruðu þó mark sem skilur liðin að,” sagði Ejub aðspurður um hvort hann sæi batamerki á liði sínu. Nú virtist sem að dómgæslan sem og tafir Þórsara færu í taugarnar á þínum mönnum? „Það er oft þannig þegar maður er undir að andstæðingurinn reynir að kaupa sér tíma en það er undir dómaranum komið að bera virðingu fyrir leikmönnunum og liðunum og hafa línu til þess að dæma eftir,” sagði Ejub að lokum.Páll Viðar: Ef maður heldur hreinu er möguleiki á sigri„Mér fannst leikurinn þróast eins og við höfðum búið liðið undir. Stál í stál og hörkulið frá Ólafsvík sem mætti okkur. Við stóðum vaktina í vörninni vel og það er jákvætt,” sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir 1-0 sigur á Víkingi Ólafsvík í dag. „Þetta er gríðarlegur mikilvægur sigur fyrir okkur til þess að komast með stig á töfluna eftir að hafa ekki verið nálægt því að ná í stig úr fyrstu þremur leikjunum. Vissulega ætluðum við að vera öflugir hérna heima fyrir en töpuðum fyrsta heimaleiknum gegn FH þó mér hafi fundist hann hafa getað fallið báðu megin í stöðunni 0-0 en á endanum fóru FH-ingar með sannfærandi sigur heim. Í dag héldum við þó hreinu og það er jákvætt,” sagði Páll Viðar um fyrstu stig Þórsara þetta sumarið. „Við undirbjuggum okkur voðalega svipað og fyrir hina leikina. Við erum að reyna að þétta liðið þegar við verjumst og reyna svo að nýta okkar kosti í sóknarleiknum með því að spila boltanum upp í fæturna á fremstu línunni. Við höfum góða menn í það en það er ekki nóg að hafa þá ef við ætlum ekki að nota okkur það. Við erum að berjast við að tengja þetta saman en alltaf þarf að byrja á því að verjast almennilega og ef maður heldur hreinu er alltaf möguleiki á að vinna," voru svo lokaorð Páls.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira