Enski boltinn

Cisse farinn frá QPR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Djibril Cisse
Djibril Cisse Mynd / Getty Images
Djibril Cisse mun yfirgefa Queens Park Rangers í sumar og hefur leikmaðurinn rift samningi sínum við félagið.

Cisse verður formlega laus allra mála um mánaðarmótin en þessi 31 árs leikmaður fann sig alls ekki hjá liðinu á síðustu leiktíð.

Leikmaðurinn hefur verið orðaur við franska liðið Montpellier að undanförnu.

Louis Nicollin, forseti Montpellier, hefur aftur á móti þverneitað fyrir það og lét skemmtileg orð falla um leikmanninn í vikunni.

„Það er einfaldlega ekki inn í myndinni að fá Cisse til liðsins. Ég vill ekki plötusnúð á næturklúbbi í mitt lið,“ sagði








Fleiri fréttir

Sjá meira


×