Opið bréf til hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar Þingflokkur Bjartrar framtíðar skrifar 26. ágúst 2013 07:30 Þingflokkur Bjartrar framtíðar óskar meðlimum hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar góðs gengis en vill um leið undirstrika þá miklu ábyrgð sem á meðlimum hennar hvílir. Ríkissjóður er mjög skuldsettur og við slíkar aðstæður er brýnna en nokkru sinni fyrr að skoða öll útgjöld með gagnrýnu hugarfari. Jafnframt þarf að skoða alla tekjumöguleika gaumgæfilega. Hvert ár sem ríkissjóður eyðir um efni fram leiðir til stærri vanda fyrir þjóðina alla í framtíðinni. Björt framtíð er tilbúin til að styðja allar tillögur hagræðingarnefndarinnar sem byggja á góðum rökum og upplýsingum og leiða til raunverulegs sparnaðar og betri nýtingar á fjármunum, hæfileikum, vinnu og tíma. Markmið okkar er að tryggja að borgurum landsins sé veitt sem best þjónusta og sem best skilyrði til lífsviðurværis, innan fjárhagsrammans. Við hvetjum ykkur til þess að horfa til lengri tíma, bæði í tekjum og útgjöldum ríkisins, þannig að stofnanir samfélagsins geti gert langtímaáætlanir, en séu ekki háðar óvissu fjárlaga hvers árs. Ef sá rammi sem ríkið setur liggur fyrir geta allir gert nákvæmari áætlanir sem hugsanlega standast, bæði hvað varðar þá þjónustu sem vænta má, en ekki síður hvaða skattarammi bíður.Verum róttæk Við hvetjum líka til róttækni. Við höfnum flötum niðurskurði þar sem stofnunum er gert að hagræða einhvern veginn, án þess að kafað sé dýpra í starfsemi þeirra, eðli og tilgang. Það þarf að skoða mjög vel tillögur ýmissa aðila, innlendra sem erlendra, um það hvernig bæta má nýtingu fjár í íslensku samfélagi. Bent hefur verið á leiðir í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Við skulum ætíð spyrja: Ef við ættum að gera hlutina frá grunni, núna, myndum við þá fara eins að? Myndum við reka menntakerfið með sama hætti? Heilbrigðiskerfið? Landbúnaðarkerfið? Við getum lært meira af þeim sem eru að gera hlutina vel. Aðrar þjóðir hafa náð langt í rafrænni stjórnsýslu, til að mynda Eistland, með tilheyrandi sparnaði. Oft hefur verið bent á skólakerfið í Finnlandi sem góða fyrirmynd, bæði hvað varðar hagræði og góða þjónustu. Nýsjálendingar gjörbyltu landbúnaðarkerfi sínu og selja núna afurðir út um allan heim, án ríkisstyrkja. Við þurfum að spyrja okkur hvað við getum gert betur.Við þurfum tekjur Fjárþörfin í samfélaginu er gríðarleg. Það þarf að lækka skuldir ríkissjóðs og standa straum af vaxtakostnaði. Viðhaldsverkefni hrannast líka upp og starfsfólk er víða langþreytt. Þessar kringumstæður vinda upp á sig. Miklar skattalækkanir eða skuldaniðurfellingar, með fé sem að öðrum kosti getur gagnast ríkissjóði í glímunni við þessi vandamál, eru vafasamar. Við hvetjum hagræðingarnefndina til að skoða vel fórnarkostnaðinn af öllum aðgerðum: Ef peningur er notaður í eitthvað eitt, er ekki hægt að nota hann í annað. Við tökum undir það að skatta- og gjaldalækkanir geta í sumum tilvikum aukið efnahagsleg umsvif. Þær þurfa hins vegar að vera almennar og mega ekki beinast einungis að einstökum atvinnugreinum sem búa við góð skilyrði. Einnig myndi einfaldara skatta-, tolla- og gjaldaumhverfi leysa verulegan kraft úr læðingi. Opið markaðsumhverfi með óheftum viðskiptum við aðrar þjóðir væri jafnframt snilld. Við hvetjum líka eindregið til þess að horft verði til aukinnar beinnar tekjuöflunar af auðlindum þjóðarinnar, bæði til lands og sjávar. Arður af orkusölu til erlendra aðila er lítill og arður af sjávarútvegi í sameiginlega sjóði getur verið meiri. Þá er það líka skoðun Bjartrar framtíðar að arður ríkisins af fjármálastarfsemi, í gegnum opinbert eignarhald á fjármálastofnunum, sé best nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og til fjárfestinga í nýsköpun og stuðningi við atvinnugreinar – s.s. skapandi greinar og hugverka- og tækniiðnað – sem geta aukið tekjur umtalsvert til framtíðar. Það er því von okkar að ríkisstjórnin haldi sig í grundvallaratriðum við áður samþykkta fjárfestingaáætlun.Fjárfestum í hagræðingu Hagræðing er fólgin í að gera hlutina betur, skila svipaðri þjónustu, helst betri, fyrir minni tilkostnað og minnka sóun. Það er stefna Bjartrar framtíðar að ríkisvaldið skuli ekki vera umfangsmikið, en þjónusta þess á mikilvægum sviðum þeim mun betri. Til þess að ná þessu markmiði þarf að nútímavæða þjónustu ríkisins og stofnanir þess, en ekki síður þarf að hugsa þjónustumynstur ríkisins upp á nýtt og skilgreina betur hvaða málaflokkum hið opinbera á að skipta sér af. Uppbygging verkferla, breytt skipulag stofnana með áherslu á ábyrgð og skýra verkaskiptingu getur falið í sér kostnað í upphafi en hagræðingu til lengri tíma litið. Sameining stofnana ríkisins í færri en stærri rekstrareiningar sem bjóða upp á samræmda þjónustu um allt land eru forsenda fyrir slíkri uppbyggingu. Notkun upplýsingatækni býður upp á mikil tækifæri til hagræðingar. Það er trú okkar að slík tækifæri sé mjög víða að finna í opinberum rekstri. Með þessi sjónarmið að leiðarljósi er þingflokkur Bjartrar framtíðar meira en reiðubúinn til þess að leggja sitt af mörkum í þeirri miklu vinnu sem fram undan er í ríkisfjármálum.Með góðri kveðju, Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Róbert Marshall og Páll Valur Björnsson - Þingflokkur Bjartar framtíðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þingflokkur Bjartrar framtíðar óskar meðlimum hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar góðs gengis en vill um leið undirstrika þá miklu ábyrgð sem á meðlimum hennar hvílir. Ríkissjóður er mjög skuldsettur og við slíkar aðstæður er brýnna en nokkru sinni fyrr að skoða öll útgjöld með gagnrýnu hugarfari. Jafnframt þarf að skoða alla tekjumöguleika gaumgæfilega. Hvert ár sem ríkissjóður eyðir um efni fram leiðir til stærri vanda fyrir þjóðina alla í framtíðinni. Björt framtíð er tilbúin til að styðja allar tillögur hagræðingarnefndarinnar sem byggja á góðum rökum og upplýsingum og leiða til raunverulegs sparnaðar og betri nýtingar á fjármunum, hæfileikum, vinnu og tíma. Markmið okkar er að tryggja að borgurum landsins sé veitt sem best þjónusta og sem best skilyrði til lífsviðurværis, innan fjárhagsrammans. Við hvetjum ykkur til þess að horfa til lengri tíma, bæði í tekjum og útgjöldum ríkisins, þannig að stofnanir samfélagsins geti gert langtímaáætlanir, en séu ekki háðar óvissu fjárlaga hvers árs. Ef sá rammi sem ríkið setur liggur fyrir geta allir gert nákvæmari áætlanir sem hugsanlega standast, bæði hvað varðar þá þjónustu sem vænta má, en ekki síður hvaða skattarammi bíður.Verum róttæk Við hvetjum líka til róttækni. Við höfnum flötum niðurskurði þar sem stofnunum er gert að hagræða einhvern veginn, án þess að kafað sé dýpra í starfsemi þeirra, eðli og tilgang. Það þarf að skoða mjög vel tillögur ýmissa aðila, innlendra sem erlendra, um það hvernig bæta má nýtingu fjár í íslensku samfélagi. Bent hefur verið á leiðir í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Við skulum ætíð spyrja: Ef við ættum að gera hlutina frá grunni, núna, myndum við þá fara eins að? Myndum við reka menntakerfið með sama hætti? Heilbrigðiskerfið? Landbúnaðarkerfið? Við getum lært meira af þeim sem eru að gera hlutina vel. Aðrar þjóðir hafa náð langt í rafrænni stjórnsýslu, til að mynda Eistland, með tilheyrandi sparnaði. Oft hefur verið bent á skólakerfið í Finnlandi sem góða fyrirmynd, bæði hvað varðar hagræði og góða þjónustu. Nýsjálendingar gjörbyltu landbúnaðarkerfi sínu og selja núna afurðir út um allan heim, án ríkisstyrkja. Við þurfum að spyrja okkur hvað við getum gert betur.Við þurfum tekjur Fjárþörfin í samfélaginu er gríðarleg. Það þarf að lækka skuldir ríkissjóðs og standa straum af vaxtakostnaði. Viðhaldsverkefni hrannast líka upp og starfsfólk er víða langþreytt. Þessar kringumstæður vinda upp á sig. Miklar skattalækkanir eða skuldaniðurfellingar, með fé sem að öðrum kosti getur gagnast ríkissjóði í glímunni við þessi vandamál, eru vafasamar. Við hvetjum hagræðingarnefndina til að skoða vel fórnarkostnaðinn af öllum aðgerðum: Ef peningur er notaður í eitthvað eitt, er ekki hægt að nota hann í annað. Við tökum undir það að skatta- og gjaldalækkanir geta í sumum tilvikum aukið efnahagsleg umsvif. Þær þurfa hins vegar að vera almennar og mega ekki beinast einungis að einstökum atvinnugreinum sem búa við góð skilyrði. Einnig myndi einfaldara skatta-, tolla- og gjaldaumhverfi leysa verulegan kraft úr læðingi. Opið markaðsumhverfi með óheftum viðskiptum við aðrar þjóðir væri jafnframt snilld. Við hvetjum líka eindregið til þess að horft verði til aukinnar beinnar tekjuöflunar af auðlindum þjóðarinnar, bæði til lands og sjávar. Arður af orkusölu til erlendra aðila er lítill og arður af sjávarútvegi í sameiginlega sjóði getur verið meiri. Þá er það líka skoðun Bjartrar framtíðar að arður ríkisins af fjármálastarfsemi, í gegnum opinbert eignarhald á fjármálastofnunum, sé best nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og til fjárfestinga í nýsköpun og stuðningi við atvinnugreinar – s.s. skapandi greinar og hugverka- og tækniiðnað – sem geta aukið tekjur umtalsvert til framtíðar. Það er því von okkar að ríkisstjórnin haldi sig í grundvallaratriðum við áður samþykkta fjárfestingaáætlun.Fjárfestum í hagræðingu Hagræðing er fólgin í að gera hlutina betur, skila svipaðri þjónustu, helst betri, fyrir minni tilkostnað og minnka sóun. Það er stefna Bjartrar framtíðar að ríkisvaldið skuli ekki vera umfangsmikið, en þjónusta þess á mikilvægum sviðum þeim mun betri. Til þess að ná þessu markmiði þarf að nútímavæða þjónustu ríkisins og stofnanir þess, en ekki síður þarf að hugsa þjónustumynstur ríkisins upp á nýtt og skilgreina betur hvaða málaflokkum hið opinbera á að skipta sér af. Uppbygging verkferla, breytt skipulag stofnana með áherslu á ábyrgð og skýra verkaskiptingu getur falið í sér kostnað í upphafi en hagræðingu til lengri tíma litið. Sameining stofnana ríkisins í færri en stærri rekstrareiningar sem bjóða upp á samræmda þjónustu um allt land eru forsenda fyrir slíkri uppbyggingu. Notkun upplýsingatækni býður upp á mikil tækifæri til hagræðingar. Það er trú okkar að slík tækifæri sé mjög víða að finna í opinberum rekstri. Með þessi sjónarmið að leiðarljósi er þingflokkur Bjartrar framtíðar meira en reiðubúinn til þess að leggja sitt af mörkum í þeirri miklu vinnu sem fram undan er í ríkisfjármálum.Með góðri kveðju, Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Róbert Marshall og Páll Valur Björnsson - Þingflokkur Bjartar framtíðar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun