Enski boltinn

Evra: Þeir ætluðu bara að ná jafnteflinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrice Evra, fyrirliði Manchester United.
Patrice Evra, fyrirliði Manchester United. Mynd/AFP
Patrice Evra, fyrirliði Manchester United, var í viðtali hjá BBC eftir markalaust jafntefli á móti Chelsea í kvöld í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar.

„Það jákvæða við þennan leik er að við héldum hreinu. Ég er hinsvegar leikmaður Manchester United og ætlaði að vinna þennan leik. Þess vegna er ég vonsvikinn," sagði Patrice Evra.

„Liðið leit vel út og við gáfum þeim engin færi. Ég er samt vonsvikinn með að við sköpuðum okkur ekki fleiri færi. Þegar Chelsea mætti í leikinn án framherja þá var ljóst að þeir ætluðu bara að ná jafnteflinu," sagði Evra.

„Það þekkja allir Jose Mourinho og hann kemur alltaf á óvart með sinni taktík. Það er vitað að það verður erfitt að vinna Chelsea og þeir geta verið hættulegir meira að segja þegar þeir spila án framherja," sagði Evra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×