Vantar þeldökka til að ljúka vöruþróun Svavar Hávarðsson skrifar 25. apríl 2013 07:00 Helstu samkeppnisvörur Kerecis eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð. mynd/kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis á Ísafirði hefur tryggt fjármögnun til að ljúka ofnæmis- og ónæmisprófunum á nýjustu vöru fyrirtækisins ásamt því að taka fyrstu skref í sölu- og markaðsstarfi erlendis. Nýja varan, MariGen Wound, er sárameðhöndlunarefni unnið úr þorskroði. Fyrirtækið hefur þegar hafið sölu í Bretlandi og í Mið-Austurlöndum. Nú er stefnt á Bandaríkjamarkað en fyrst þarf að uppfylla kröfur þarlendra yfirvalda, meðal annars með prófunum á fólki sem endurspegla kynþáttasamsetningu þar í landi. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir að nýverið hafi verið gengið frá um 120 milljón króna hlutafjáraukningu frá núverandi og nýjum hluthöfum fyrirtækisins. Um vöruna sem um ræðir segir Guðmundur að varan byggi á MariGen Omega3 tækni félagsins og sé ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir MariGen Wound er unnin úr þorskroði og er lögð beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. MariGen Wound hefur fengið samþykki evrópskra reglugerðaryfirvalda og er sala hafin í Bretlandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Hins vegar er stærsti markaður í heimi fyrir lækningavörur sem þessar í Bandaríkjunum. „Við erum að vinna að því að skrá MariGen Wound þar í landi en bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) vill að við framkvæmum fleiri prófanir. Þessar rannsóknir hafa farið fram á Ísafirði og í Reykjavík og er lokið hvað varðar okkur Íslendingana. Okkur vantar almennt útlendinga í prófunina, því FDA gerir kröfur um að prófin endurspegli kynþáttasamsetningu þar í landi og okkur vantar því um tuttugu þeldökka, spænska og suður-ameríska þátttakendur. Þess vegna höfum við auglýst eftir þátttakendum því það ætti ekki að koma neinum á óvart að kynþáttasamsetningin í Bandaríkjunum er mjög ólík því sem gerist hér á Íslandi,“ segir Guðmundur, en FDA gerir kröfur um ofnæmisrannsókn á fimmtíu sjúklingum, og ónæmisrannsókn á 76 sjúklingum eða 126 einstaklingum alls. Markaður fyrir lækningavörur fyrirtækisins er gríðarstór; veltir um milljarði Bandaríkjadala á ári. Helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Kerecis á Ísafirði hefur tryggt fjármögnun til að ljúka ofnæmis- og ónæmisprófunum á nýjustu vöru fyrirtækisins ásamt því að taka fyrstu skref í sölu- og markaðsstarfi erlendis. Nýja varan, MariGen Wound, er sárameðhöndlunarefni unnið úr þorskroði. Fyrirtækið hefur þegar hafið sölu í Bretlandi og í Mið-Austurlöndum. Nú er stefnt á Bandaríkjamarkað en fyrst þarf að uppfylla kröfur þarlendra yfirvalda, meðal annars með prófunum á fólki sem endurspegla kynþáttasamsetningu þar í landi. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir að nýverið hafi verið gengið frá um 120 milljón króna hlutafjáraukningu frá núverandi og nýjum hluthöfum fyrirtækisins. Um vöruna sem um ræðir segir Guðmundur að varan byggi á MariGen Omega3 tækni félagsins og sé ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir MariGen Wound er unnin úr þorskroði og er lögð beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. MariGen Wound hefur fengið samþykki evrópskra reglugerðaryfirvalda og er sala hafin í Bretlandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Hins vegar er stærsti markaður í heimi fyrir lækningavörur sem þessar í Bandaríkjunum. „Við erum að vinna að því að skrá MariGen Wound þar í landi en bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) vill að við framkvæmum fleiri prófanir. Þessar rannsóknir hafa farið fram á Ísafirði og í Reykjavík og er lokið hvað varðar okkur Íslendingana. Okkur vantar almennt útlendinga í prófunina, því FDA gerir kröfur um að prófin endurspegli kynþáttasamsetningu þar í landi og okkur vantar því um tuttugu þeldökka, spænska og suður-ameríska þátttakendur. Þess vegna höfum við auglýst eftir þátttakendum því það ætti ekki að koma neinum á óvart að kynþáttasamsetningin í Bandaríkjunum er mjög ólík því sem gerist hér á Íslandi,“ segir Guðmundur, en FDA gerir kröfur um ofnæmisrannsókn á fimmtíu sjúklingum, og ónæmisrannsókn á 76 sjúklingum eða 126 einstaklingum alls. Markaður fyrir lækningavörur fyrirtækisins er gríðarstór; veltir um milljarði Bandaríkjadala á ári. Helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira