Innlent

Rekstrarafgangur hjá Kópavogi

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar
Ármann Kr. Ólafsson
Ármann Kr. Ólafsson
Alls varð 186 milljóna króna afgangur af rekstri samstæðu Kópavogsbæjar í fyrra. Til samanburðar var 751 milljónar halli á rekstrinum 2011. Þetta kemur fram í ársreikningi Kópavogsbæjar sem lagður var fyrir bæjarstjórn á þriðjudag.

Ármann Kr. Ólafsson segir að ársreikningurinn sýni bætta stöðu Kópavogsbæjar og gefi góð fyrirheit um framhaldið.

Tekjur Kópavogsbæjar voru 20,6 milljarðar króna árið 2012 en rekstrargjöld voru 15,7 milljarðar. Veltufé frá rekstri nam tæpum 2,8 milljörðum. Þá kemur fram í ársreikningnum að skuldahlutfall Kópavogs var 206% um áramótin en var 242% þegar það fór hæst árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×