Innlent

4,2 milljónir söfnuðust

fALLEG STUNDGuðlaugur Victor Pálsson afhendir Barnaspítala Hringsins ágóðann af söfnuninni.fréttablaðið/vilhelm
fALLEG STUNDGuðlaugur Victor Pálsson afhendir Barnaspítala Hringsins ágóðann af söfnuninni.fréttablaðið/vilhelm

Góðgerðakvöldverður fyrir Barnaspítala Hringsins var haldinn í Laugardalshöll föstudaginn 17. maí.

Allur ágóði kvöldsins rann til Barnaspítalans en alls söfnuðust 4,2 milljónir króna. Guðlaugur Victor Pálsson, atvinnumaður í knattspyrnu, afhenti Barnaspítalanum ágóðann í gær við hátíðlega athöfn.

Á góðgerðarkvöldinu var árituð landsliðstreyja Ólafs Stefánssonar meðal þess sem boðið var upp og seldist á 400.000 krónur. Guðlaugur Victor, einn skipuleggjenda góðgerðarkvöldverðarins, hefur áður safnað fé fyrir Barnaspítalann, en hann stóð fyrir uppboði á keppnistreyjum íþróttamanna á síðasta ári þar sem allur ágóði rann til starfseminnar.- ósk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×