Innlent

Ætla að nýta tækifærin fyrir norðan

Félag stofnað Fulltrúar fyrirtækja og félaga sem standa að stofnun þróunarfélagsins Dysness.
Félag stofnað Fulltrúar fyrirtækja og félaga sem standa að stofnun þróunarfélagsins Dysness.

Dysnes Þróunarfélag ehf. var stofnað í gær. Félagið á að standa að uppbyggingu, markaðsstarfi og kynningu á Dysnesi við Eyjafjörð sem framtíðarhafnarsvæði vegna þjónustu við námu- og olíuvinnslu fyrir norðan Ísland.

Að félaginu standa Eimskip, Mannvit, Hafnasamlag Norðurlands, Slippurinn Akureyri og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.

Haft er eftir Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélagsins, sem sér um daglegan rekstur félagsins, að það sé stofnað í ljósi vaxandi möguleika Íslendinga vegna umsvifa á Grænlandi, olíuleitar og olíuborana úti fyrir Íslandi norðanverðu og aukinna pólsiglinga.

Dysnes er um 15 kílómetra norðan við Akureyri. Þar eru um 90 hektarar lands ætlaðir undir starfsemina, þar af 30 með landfyllingu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í áföngum, sá fyrsti að loknu umhverfismati. Heildarfjárfesting í svæðinu er sögð geta numið allt að 18 milljörðum króna á komandi árum. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×