Framtíðin liggur í gervigrasvöllum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2013 06:30 Akureyrarvöllur eins og hann leit út fyrir fáeinum dögum. Hér verður ekki spilað í bráð.myndsteindór ragnarsson Einhver bið verður á því að hægt verði að spila knattspyrnuleiki á náttúrulegu grasi á Norðurlandi þetta vorið. Vellirnir koma allir illa undan vetri eftir mikil snjóþyngsli og afar erfiða tíð í vetur. „Snjórinn kom í október og fór ekki fyrr en í maí,“ sagði Eðvarð Eðvarðsson, vallarstjóri Akureyrarvallar, við Fréttablaðið í gær. „Í febrúar lá 25 cm klaki yfir vellinum sem við skófum í burt með veghefli og hjólaskóflu. Völlurinn skemmdist aðeins við það, þar sem tönnin fór aðeins of neðarlega. En það var ekki annað hægt til að komast undir klakann,“ sagði Eðvarð.Spilað á Ólafsfirði á morgun Saga hans er dæmigerð fyrir Norðurlandið en Fréttablaðið hefur síðustu daga talað við fulltrúa flestra knattspyrnufélaga þar. Eini grasvöllurinn sem hefur verið notaður fyrir norðan er Þórsvöllur. Karlalið Þórs og kvennalið Þórs/KA hafa spilað á honum í Pepsi-deildunum, þrátt fyrir að hann líti talsvert verr út en aðrir vellir í efstu deildum karla og kvenna. KA, Tindastóll, KF, Dalvík/Reynir, Magni og Kormákur/Hvöt hafa öll spilað í Boganum í vetur og flest þeirra gera það áfram næstu vikurnar. KF ætlar reyndar að freista þess að spila á Ólafsfjarðarvelli gegn KA í 1. deildinni á morgun og þá er stutt í að Hvammstangavöllur verði tilbúinn fyrir leiki Kormáks/Hvatar í 4. deildinni. Völsungur hefur spilað sína leiki á gervigrasvellinum á Húsavík, enda enn langt í að aðalvöllurinn verði nothæfur.Mannvirkin illa nýtt Gunnar Níelsson, formaður KA, segir það mikla synd hversu illa íþróttamannvirkin á Norðurlandi eru nýtt. „Það kostar heilmikið að byggja upp fótboltavöll með stúku og svo er bara hægt að nota hann í 20 vikur á ári. Það er einfaldlega glatað,“ segir Gunnar við Fréttablaðið. Hann bendir á að KA hafi spilað gegn Völsungi á nýjum upphituðum gervigrasvelli á Húsavík í mars. „Það var sex stiga frost og stafalogn. Það var algjörlega frábært. Með þessu væri hægt að lengja tímabilið og nýta mannvirkin í kringum vellina svo miklu betur. Þetta er framtíðin og því fyrr sem menn viðurkenna það því betra.“ Gunnar segir umræðuna um gervigrasvelli byggða á gömlum rökum. „Hér áður fyrr var bent á gamla gervigrasið í Laugardalnum og hversu slæmt það var. En þróunin hefur verið slík síðustu ár að í dag eru gervigrasvellir jafnvel taldir betri en náttúrulegt gras. Veturinn var erfiður hér í vetur en hvað ef sá næsti verður erfiður fyrir sunnan? Nú er til að mynda risið glæsilegt mannvirki í kringum Kaplakrikavöll. Hvað þætti mönnum ef það væri ekki hægt að nota þann völl fyrr en í byrjun júlí?“ Gervigras víða um Evrópu Gunnar segir að lausnin sé augljós. „Framtíðin liggur í gervigrasvöllum. Ef það er spilað á gervigrasi í löndum eins og Noregi og Skotlandi – og meira að segja í Meistaradeildinni í Moskvu – þá er það hægt á Íslandi líka.“Staðan á völlunumDalvík/Reynir - Dalvíkurvöllur Vonast til að spila á vellinum 8. júníKA - Akureyrarvöllur Ekki tilbúinn, þarf fjórar góðar vikur til viðbótar.KF - Ólafsfjörður/Siglufjörður Áætlað að spila á Ólafsfirði á morgun, þrátt fyrir mikinn snjó í kringum völlinn. Siglufjarðarvöllur enn undir snjó, ekki tilbúinn fyrr en seint í júní.Kormákur/Hvöt - Hvammstangavöllur Ætti að vera tilbúinn í næstu viku, sem og völlurinn á Blönduósi.Magni - Grenivíkurvöllur Tilbúinn um miðjan júní, í fyrsta lagi.Tindastóll - Sauðárkróksvöllur Stórskemmdur, tilbúinn seint í júní í fyrsta lagi. Lítur hvað verst út á Norðurlandi.Völsungur - Húsavíkurvöllur Staðan slæm og líklega ekki tilbúinn fyrr en í júlí.Þór og Þór/KA - Þórsvöllur Hefur verið notaður í upphafi móts í Pepsi-deildunum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Völlurinn er handónýtur Knattspyrnuvellir á Norðurlandi koma illa undan vetri og liggja margir undir kalskemmdum, eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum sem Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, tók á ferð sinni um Norðurland um liðna helgi. 23. maí 2013 09:06 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Einhver bið verður á því að hægt verði að spila knattspyrnuleiki á náttúrulegu grasi á Norðurlandi þetta vorið. Vellirnir koma allir illa undan vetri eftir mikil snjóþyngsli og afar erfiða tíð í vetur. „Snjórinn kom í október og fór ekki fyrr en í maí,“ sagði Eðvarð Eðvarðsson, vallarstjóri Akureyrarvallar, við Fréttablaðið í gær. „Í febrúar lá 25 cm klaki yfir vellinum sem við skófum í burt með veghefli og hjólaskóflu. Völlurinn skemmdist aðeins við það, þar sem tönnin fór aðeins of neðarlega. En það var ekki annað hægt til að komast undir klakann,“ sagði Eðvarð.Spilað á Ólafsfirði á morgun Saga hans er dæmigerð fyrir Norðurlandið en Fréttablaðið hefur síðustu daga talað við fulltrúa flestra knattspyrnufélaga þar. Eini grasvöllurinn sem hefur verið notaður fyrir norðan er Þórsvöllur. Karlalið Þórs og kvennalið Þórs/KA hafa spilað á honum í Pepsi-deildunum, þrátt fyrir að hann líti talsvert verr út en aðrir vellir í efstu deildum karla og kvenna. KA, Tindastóll, KF, Dalvík/Reynir, Magni og Kormákur/Hvöt hafa öll spilað í Boganum í vetur og flest þeirra gera það áfram næstu vikurnar. KF ætlar reyndar að freista þess að spila á Ólafsfjarðarvelli gegn KA í 1. deildinni á morgun og þá er stutt í að Hvammstangavöllur verði tilbúinn fyrir leiki Kormáks/Hvatar í 4. deildinni. Völsungur hefur spilað sína leiki á gervigrasvellinum á Húsavík, enda enn langt í að aðalvöllurinn verði nothæfur.Mannvirkin illa nýtt Gunnar Níelsson, formaður KA, segir það mikla synd hversu illa íþróttamannvirkin á Norðurlandi eru nýtt. „Það kostar heilmikið að byggja upp fótboltavöll með stúku og svo er bara hægt að nota hann í 20 vikur á ári. Það er einfaldlega glatað,“ segir Gunnar við Fréttablaðið. Hann bendir á að KA hafi spilað gegn Völsungi á nýjum upphituðum gervigrasvelli á Húsavík í mars. „Það var sex stiga frost og stafalogn. Það var algjörlega frábært. Með þessu væri hægt að lengja tímabilið og nýta mannvirkin í kringum vellina svo miklu betur. Þetta er framtíðin og því fyrr sem menn viðurkenna það því betra.“ Gunnar segir umræðuna um gervigrasvelli byggða á gömlum rökum. „Hér áður fyrr var bent á gamla gervigrasið í Laugardalnum og hversu slæmt það var. En þróunin hefur verið slík síðustu ár að í dag eru gervigrasvellir jafnvel taldir betri en náttúrulegt gras. Veturinn var erfiður hér í vetur en hvað ef sá næsti verður erfiður fyrir sunnan? Nú er til að mynda risið glæsilegt mannvirki í kringum Kaplakrikavöll. Hvað þætti mönnum ef það væri ekki hægt að nota þann völl fyrr en í byrjun júlí?“ Gervigras víða um Evrópu Gunnar segir að lausnin sé augljós. „Framtíðin liggur í gervigrasvöllum. Ef það er spilað á gervigrasi í löndum eins og Noregi og Skotlandi – og meira að segja í Meistaradeildinni í Moskvu – þá er það hægt á Íslandi líka.“Staðan á völlunumDalvík/Reynir - Dalvíkurvöllur Vonast til að spila á vellinum 8. júníKA - Akureyrarvöllur Ekki tilbúinn, þarf fjórar góðar vikur til viðbótar.KF - Ólafsfjörður/Siglufjörður Áætlað að spila á Ólafsfirði á morgun, þrátt fyrir mikinn snjó í kringum völlinn. Siglufjarðarvöllur enn undir snjó, ekki tilbúinn fyrr en seint í júní.Kormákur/Hvöt - Hvammstangavöllur Ætti að vera tilbúinn í næstu viku, sem og völlurinn á Blönduósi.Magni - Grenivíkurvöllur Tilbúinn um miðjan júní, í fyrsta lagi.Tindastóll - Sauðárkróksvöllur Stórskemmdur, tilbúinn seint í júní í fyrsta lagi. Lítur hvað verst út á Norðurlandi.Völsungur - Húsavíkurvöllur Staðan slæm og líklega ekki tilbúinn fyrr en í júlí.Þór og Þór/KA - Þórsvöllur Hefur verið notaður í upphafi móts í Pepsi-deildunum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Völlurinn er handónýtur Knattspyrnuvellir á Norðurlandi koma illa undan vetri og liggja margir undir kalskemmdum, eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum sem Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, tók á ferð sinni um Norðurland um liðna helgi. 23. maí 2013 09:06 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Völlurinn er handónýtur Knattspyrnuvellir á Norðurlandi koma illa undan vetri og liggja margir undir kalskemmdum, eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum sem Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, tók á ferð sinni um Norðurland um liðna helgi. 23. maí 2013 09:06
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki