Innlent

Bæjarstjórinn keypti fyrsta glasið

Kaffihornið, nýtt kaffihús Hrafnistu í Hafnarfirði, var formlega opnað í gær.

Kaffihúsið er opið almenningi og þar geta vistmenn og aðrir keypt léttvín og aðrar veitingar.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, keypti fyrsta rauðvínsglasið. Hún drakk vínið þó ekki sjálf.

„Ég drekk ekki áfengi en ég hellti víninu ekki niður eins og sumir höfðu haft áhyggjur af," segir Guðrún og hlær.

„En ég keypti líka bjór, sérrí og kaffi fyrir okkur sem komum að því að klippa á borðann og ég get vottað að kaffið þarna er mjög gott,“ segir Guðrún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×