Margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir nýjasta hefti Playboy þar sem sextíu ára afmæli tímaritsins er fagnað.
Ofurfyrirsætan Kate Moss er á forsíðunni en hún fækkar fötum inní blaðinu. Á forsíðunni er hún í kanínubúning en myndirnar voru teknar af tískuljósmyndurunum Mert Alas og Marcus Piggott.
Forsíðustúlka.Þetta er ekki í fyrsta sinn á 25 ára fyrirsætuferli sem Kate situr fyrir án fata. Hún sat nýverið fyrir fyrir Versace og huldi líkama sinn aðeins með töskum. Þá auglýsti hún brúnkukrem frá St. Tropez í maí á þessu ári á Evuklæðunum.