Fleiri staðreyndir um skuldavanda heimila Konráð Guðjónsson skrifar 12. júní 2013 08:52 Í aðdraganda kosninga skrifaði undirritaður grein á visir.is: „Staðreyndir um skuldavanda heimila“. Hún fjallaði um það að forsendur þess að ráðast nú í almennar skuldaleiðréttingar væru í besta falli vafasamar en í versta falli engar. Í ljósi þess að forsætisráðherra hefur nú tilkynnt að ráðist verði í tíu liða áætlun um lausn vanda (sumra) heimila, sem þó kann að hafa ljósa punkta, er rétt að bæta við nokkrum atriðum. Vefur Hagstofu Íslands hefur að geyma ýmis gögn um tekjur, verðlag og leiguverð: - Frá 2005 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 67,5%. Á sama tíma hafa laun hjá opinberum starfsmönnum hækkað um 66% og um 72% hjá starfsmönnum á almennum markaði. Á mannamáli: Meðal-Íslendingur eyðir svipað háu hlutfalli launa sinna í húsnæðislán sem hefur sama raunvirði og árið 2005. - Þar er einnig hægt að sjá betur hvernig leigjendur, sem ráðamönnum virðist vera nokkuð sama um, virðast hafa orðið mun verr úti en þeir sem hafa húsnæðislán. Ef árið 2005 er aftur borið saman við daginn í dag hefur greidd húsaleiga hækkað um 98%, eða mun meira en húsnæðislán. Þannig að leigjendur eru að borga mun hærra hlutfall launa sinna í húsaleigu. - Nú kann einhver að segja: „Það þýðir ekki að horfa bara á meðaltöl“, sem er rétt. Lítum þá einnig á GINI-stuðulinn, sem mælir tekjudreifingu. Tekjudreifing er einmitt jafnari nú en árið 2005. Það þýðir að þeir fátækustu, sem hafa verðtryggð húsnæðislán, eru að öllu óbreyttu betur settir í dag en árið 2005. Vandinn er einfaldlega sá að Íslendingar skuldsettu sig alltof mikið: - Árið 2007 voru Íslendingar Evrópumeistarar í íbúðarhúsnæðisskuldum sem námu þá um 120% af landsframleiðslu. Næst á eftir voru Hollendingar með 100%, meðaltalið í ESB var 50%. - Sama ár námu skuldir íslenskra heimila um 220% af ráðstöfunartekjum þeirra. Á sama tíma var svipað hlutfall í kringum 140% í Bandaríkjunum og Kanada, um 95% í Frakklandi og Þýskalandi, og um 175% í Bretlandi. Mikið hefur verið talað um að „þrjár fjölskyldur á dag“ hafi misst húsnæði frá hruni, sem gerir um 5.000 fjölskyldur. Þetta segir ekki alla söguna og virðist einfaldlega vera rangt: - Í september 2008 voru 5.800 íbúðir, sem byrjað var á eða voru auðar, á höfuðborgarsvæðinu. Spyrja má hversu margar þeirra hafi verið í eigu verktaka eða lögaðila og þannig komist í hendur fjármálastofnana. - Íbúðalánasjóður átti fyrir ári síðan 1.751 íbúð sem flestar höfðu orðið eign hans frá hruni, þar af voru 947 í eigu lögaðila og 804 í eigu einstaklinga. Af þeim eru nú 707 leigðar út. - Hér með er óskað eftir ítarlegum gögnum um hversu margar fjölskyldur hafa í raun misst heimili sitt. Þegar allt kemur til alls vegur réttlætissjónarmiðið sennilega þyngst: - Þar sem „forsendubresturinn“ hefur orðið vegna hærra verðlags, sem mun þýða (og þýðir) hærra fasteignaverð en ella: Er réttlátt að þeir sem munu fá hugsanlega niðurfellingu muni líka njóta verðhækkunar húsnæðis af völdum „forsendubrestsins“? - Samkvæmt skýrslu Seðlabankans frá 2012 um stöðu heimila eru 3/4 af þeim sem myndu fá 20% flata niðurfellingu ekki í vanda og 2/3 af þeim sem eru í vanda myndu áfram vera í vanda. Í sömu skýrslu kemur fram svart á hvítu að þeir efnuðustu myndu fá hæsta niðurfellingu. - Ein sterkustu rökin gegn því að Ísland þyrfti að borga fyrir Icesave var að ríkið ætti ekki að taka á sig skuldir einkaaðila. Það er því vægast sagt kaldhæðnislegt að sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn Icesave ætli nú að gera það nákvæmlega sama: Ríkisvæða skuldir einkaaðila. - Svo er það 300 milljarða spurningin: Er réttlátt fyrir mína kynslóð og komandi kynslóðir að við þurfum að taka á okkur gríðarlegar skuldir ríkissjóðs, sem urðu til við hrunið, við samþykktum aldrei og skrifuðum aldrei undir, á meðan sjálfráða fullorðið fólk, sem skrifaði vísvitandi undir sína lánasamninga, sleppur við að borga margar milljónir af eigin skuldum? Það sama stendur eftir og fyrir tveimur mánuðum síðan: Almennar skuldaniðurfellingar væru ósanngjarnar og óskynsamlegar. Skilaboðin eru einfaldlega þau að ef þú skuldsetur þig mikið, þá mun ríkið bjarga þér, sem ýtir undir efnahagslegan óstöðugleika. Það er líklegt að það sé of seint að koma í veg fyrir þetta, en við sem sjáum hversu illa ígrundað þetta er eigum ekki að láta þetta ganga yfir okkur þegjandi og hljóðlaust. Heimildir og ítarlegri útgáfu má finna í glósu á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga skrifaði undirritaður grein á visir.is: „Staðreyndir um skuldavanda heimila“. Hún fjallaði um það að forsendur þess að ráðast nú í almennar skuldaleiðréttingar væru í besta falli vafasamar en í versta falli engar. Í ljósi þess að forsætisráðherra hefur nú tilkynnt að ráðist verði í tíu liða áætlun um lausn vanda (sumra) heimila, sem þó kann að hafa ljósa punkta, er rétt að bæta við nokkrum atriðum. Vefur Hagstofu Íslands hefur að geyma ýmis gögn um tekjur, verðlag og leiguverð: - Frá 2005 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 67,5%. Á sama tíma hafa laun hjá opinberum starfsmönnum hækkað um 66% og um 72% hjá starfsmönnum á almennum markaði. Á mannamáli: Meðal-Íslendingur eyðir svipað háu hlutfalli launa sinna í húsnæðislán sem hefur sama raunvirði og árið 2005. - Þar er einnig hægt að sjá betur hvernig leigjendur, sem ráðamönnum virðist vera nokkuð sama um, virðast hafa orðið mun verr úti en þeir sem hafa húsnæðislán. Ef árið 2005 er aftur borið saman við daginn í dag hefur greidd húsaleiga hækkað um 98%, eða mun meira en húsnæðislán. Þannig að leigjendur eru að borga mun hærra hlutfall launa sinna í húsaleigu. - Nú kann einhver að segja: „Það þýðir ekki að horfa bara á meðaltöl“, sem er rétt. Lítum þá einnig á GINI-stuðulinn, sem mælir tekjudreifingu. Tekjudreifing er einmitt jafnari nú en árið 2005. Það þýðir að þeir fátækustu, sem hafa verðtryggð húsnæðislán, eru að öllu óbreyttu betur settir í dag en árið 2005. Vandinn er einfaldlega sá að Íslendingar skuldsettu sig alltof mikið: - Árið 2007 voru Íslendingar Evrópumeistarar í íbúðarhúsnæðisskuldum sem námu þá um 120% af landsframleiðslu. Næst á eftir voru Hollendingar með 100%, meðaltalið í ESB var 50%. - Sama ár námu skuldir íslenskra heimila um 220% af ráðstöfunartekjum þeirra. Á sama tíma var svipað hlutfall í kringum 140% í Bandaríkjunum og Kanada, um 95% í Frakklandi og Þýskalandi, og um 175% í Bretlandi. Mikið hefur verið talað um að „þrjár fjölskyldur á dag“ hafi misst húsnæði frá hruni, sem gerir um 5.000 fjölskyldur. Þetta segir ekki alla söguna og virðist einfaldlega vera rangt: - Í september 2008 voru 5.800 íbúðir, sem byrjað var á eða voru auðar, á höfuðborgarsvæðinu. Spyrja má hversu margar þeirra hafi verið í eigu verktaka eða lögaðila og þannig komist í hendur fjármálastofnana. - Íbúðalánasjóður átti fyrir ári síðan 1.751 íbúð sem flestar höfðu orðið eign hans frá hruni, þar af voru 947 í eigu lögaðila og 804 í eigu einstaklinga. Af þeim eru nú 707 leigðar út. - Hér með er óskað eftir ítarlegum gögnum um hversu margar fjölskyldur hafa í raun misst heimili sitt. Þegar allt kemur til alls vegur réttlætissjónarmiðið sennilega þyngst: - Þar sem „forsendubresturinn“ hefur orðið vegna hærra verðlags, sem mun þýða (og þýðir) hærra fasteignaverð en ella: Er réttlátt að þeir sem munu fá hugsanlega niðurfellingu muni líka njóta verðhækkunar húsnæðis af völdum „forsendubrestsins“? - Samkvæmt skýrslu Seðlabankans frá 2012 um stöðu heimila eru 3/4 af þeim sem myndu fá 20% flata niðurfellingu ekki í vanda og 2/3 af þeim sem eru í vanda myndu áfram vera í vanda. Í sömu skýrslu kemur fram svart á hvítu að þeir efnuðustu myndu fá hæsta niðurfellingu. - Ein sterkustu rökin gegn því að Ísland þyrfti að borga fyrir Icesave var að ríkið ætti ekki að taka á sig skuldir einkaaðila. Það er því vægast sagt kaldhæðnislegt að sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn Icesave ætli nú að gera það nákvæmlega sama: Ríkisvæða skuldir einkaaðila. - Svo er það 300 milljarða spurningin: Er réttlátt fyrir mína kynslóð og komandi kynslóðir að við þurfum að taka á okkur gríðarlegar skuldir ríkissjóðs, sem urðu til við hrunið, við samþykktum aldrei og skrifuðum aldrei undir, á meðan sjálfráða fullorðið fólk, sem skrifaði vísvitandi undir sína lánasamninga, sleppur við að borga margar milljónir af eigin skuldum? Það sama stendur eftir og fyrir tveimur mánuðum síðan: Almennar skuldaniðurfellingar væru ósanngjarnar og óskynsamlegar. Skilaboðin eru einfaldlega þau að ef þú skuldsetur þig mikið, þá mun ríkið bjarga þér, sem ýtir undir efnahagslegan óstöðugleika. Það er líklegt að það sé of seint að koma í veg fyrir þetta, en við sem sjáum hversu illa ígrundað þetta er eigum ekki að láta þetta ganga yfir okkur þegjandi og hljóðlaust. Heimildir og ítarlegri útgáfu má finna í glósu á Facebook-síðu höfundar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun