Fótbolti

FCK staðfestir brotthvarf Sölva

Stefán Árni Pálsson skrifar

Sölvi Geir Ottesen, leikmaður FCK, mun ekki leika áfram hjá félaginu en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá liðinu.

Leikmaðurinn lék aðeins sex leiki með FCK á tímabilinu en hjá félaginu leika einnig Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason.

Þetta staðfestir FCK í innslagi sem birt var á sjónvarpstöð félagsins en þar kveður Sölvi Geir félagið í viðtali.

„Ég á eftir að sakna Kaupmannahöfn mikið og félagsins í heild sinni,“ sagði Sölvi Geir í viðtali við FCK TV, en hér að ofan má sjá myndband af viðtalinu við Sölva.

Leikmaðurinn getur nú farið á frjálsri sölu frá FCK og verður fróðlegt að fylgjast með hvar Sölvi Geir endar.

Sölvi Geir Ottesen hefur verið hjá FCK í þrjú ár og skoraði til að mynda verðmætasta mark í sögu félagsins, gegn Rosenborg árið 2010, sem kom liðinu áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×