Þúsundir nýta sér gjaldfrjálsar viðgerðir Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 18. október 2013 08:00 Skráning hjá heimilistannlækni er forsenda gjaldfrjálsra tannlækninga. Fréttablaðið/Hari Um 40 prósent allra barna sem áfangaskipting nýs samnings um tannlækningar nær til, eða um 12.500 börn, hafa verið skráð með heimilistannlækni. Slík skráning er forsenda gjaldfrjálsra tannlækninga. Þann 15. maí síðastliðinn öðluðust 15 til 17 ára börn rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum og þann 1. september bættust við 12 til 14 ára börn og 3 ára börn. Þann 1. janúar 2018 eiga öll börn að njóta gjaldfrjálsra tannlækninga. Þau börn sem samningurinn tekur ekki strax til eiga áfram rétt á greiðsluþátttöku vegna tannlæknakostnaðar í samræmi við endurgreiðslugjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Tannlækningar barna sem eru með bráðavanda og búa við erfiðar félagslegar aðstæður en hafa ekki náð aldursmörkum samningsins á hverjum tíma eru greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands. Nú hafa 19.700 börn, eða 25 prósent allra barna á Íslandi, verið skráð með heimilistannlækni. „Ég held að þetta sé viðunandi staða miðað við hvar við erum stödd í innleiðingunni. Nú eru komnir sex árgangar inn í kerfið og sjö með þriggja ára börnunum,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.steingrímur ari arasonÞriggja ára börnin sem hafa fengið gjaldfrjálsar tannlækningar frá 1. september detta aftur út úr kerfinu og komast ekki inn í það á ný fyrr en eftir allt að tvö ár, að sögn Steingríms Ara. „Þau komast aftur inn í kerfið 1. janúar 2016 þegar 6 og 7 ára börn verða tekin inn. Við innleiðingu kerfisins var ákveðið að byrja á elstu árgöngunum sem haldast inni þar til þeir eru ekki lengur börn eða til 18 ára aldurs. Það var aftur á móti gerð undantekning með þriggja ára börnin og ákveðið að hafa þau með í innleiðingunni til þess að hægt væri að ná utan um möguleg meðfædd vandamál eða slíkt.“ Steingrímur Ari segir mikilvægt að skrá börn með heimilislækni um leið og þau eru komin með rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum. Slíkt er hægt að gera á vef Sjúkratrygginga Íslands. „Ef fólk hefur ekki áttað sig á þessu getur tannlæknirinn aðstoðað við að skrá barnið þegar það kemur til hans. Það á enginn að tapa réttindum vegna þessa að því gefnu að menn séu tilbúnir að gangast undir að heimilistannlæknirinn fái barnið til sín í skoðun. Hlutverk hans er að boða börn í reglulegt eftirlit, gera við tennur þeirra og sjá um forvarnir. Sjúkratryggingar Íslands höfðu í lok september greitt 140,5 milljónir króna með 4.734 börnum sem nýtt höfðu sér gjaldfrjálsar tannlækningar. Meðalkostnaður á hvert barn var um 30 þúsund krónur. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Um 40 prósent allra barna sem áfangaskipting nýs samnings um tannlækningar nær til, eða um 12.500 börn, hafa verið skráð með heimilistannlækni. Slík skráning er forsenda gjaldfrjálsra tannlækninga. Þann 15. maí síðastliðinn öðluðust 15 til 17 ára börn rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum og þann 1. september bættust við 12 til 14 ára börn og 3 ára börn. Þann 1. janúar 2018 eiga öll börn að njóta gjaldfrjálsra tannlækninga. Þau börn sem samningurinn tekur ekki strax til eiga áfram rétt á greiðsluþátttöku vegna tannlæknakostnaðar í samræmi við endurgreiðslugjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Tannlækningar barna sem eru með bráðavanda og búa við erfiðar félagslegar aðstæður en hafa ekki náð aldursmörkum samningsins á hverjum tíma eru greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands. Nú hafa 19.700 börn, eða 25 prósent allra barna á Íslandi, verið skráð með heimilistannlækni. „Ég held að þetta sé viðunandi staða miðað við hvar við erum stödd í innleiðingunni. Nú eru komnir sex árgangar inn í kerfið og sjö með þriggja ára börnunum,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.steingrímur ari arasonÞriggja ára börnin sem hafa fengið gjaldfrjálsar tannlækningar frá 1. september detta aftur út úr kerfinu og komast ekki inn í það á ný fyrr en eftir allt að tvö ár, að sögn Steingríms Ara. „Þau komast aftur inn í kerfið 1. janúar 2016 þegar 6 og 7 ára börn verða tekin inn. Við innleiðingu kerfisins var ákveðið að byrja á elstu árgöngunum sem haldast inni þar til þeir eru ekki lengur börn eða til 18 ára aldurs. Það var aftur á móti gerð undantekning með þriggja ára börnin og ákveðið að hafa þau með í innleiðingunni til þess að hægt væri að ná utan um möguleg meðfædd vandamál eða slíkt.“ Steingrímur Ari segir mikilvægt að skrá börn með heimilislækni um leið og þau eru komin með rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum. Slíkt er hægt að gera á vef Sjúkratrygginga Íslands. „Ef fólk hefur ekki áttað sig á þessu getur tannlæknirinn aðstoðað við að skrá barnið þegar það kemur til hans. Það á enginn að tapa réttindum vegna þessa að því gefnu að menn séu tilbúnir að gangast undir að heimilistannlæknirinn fái barnið til sín í skoðun. Hlutverk hans er að boða börn í reglulegt eftirlit, gera við tennur þeirra og sjá um forvarnir. Sjúkratryggingar Íslands höfðu í lok september greitt 140,5 milljónir króna með 4.734 börnum sem nýtt höfðu sér gjaldfrjálsar tannlækningar. Meðalkostnaður á hvert barn var um 30 þúsund krónur.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira