Innlent

Framsóknarmenn hafna sameiningu heilbrigðisstofnana

Frá Sauðárkróki
Frá Sauðárkróki
Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi hafna alfarið fyrirhuguðum sameiningum heilbrigðisstofnana á svæðinu. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á kjördæmisþingi framsóknarmanna um helgina.

Í ályktun framsóknarmanna kemur fram að nauðsynlegt sé að standa vörð um starfsemi heilbrigðisstofnana í kjördæminu. Taka þurfi tillit til þess hvað henti byggðarlögum hverju sinni og hvetur þingið heilbrigðisráðherra til að vinna að heilbrigðisstefnu fyrir allt landið í samvinnu við sveitarfélög.

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi verði sameinaðar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur einnig hafnað þessum áformum og hefur óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðherra um að fá að taka yfir rekstur Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki.

Bjarni Jónsson, forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að 20 störf muni tapast á svæðinu ef til sameiningar kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×