Innlent

Handtekin fyrir vörslu kannabis, amfetamíns og LSD

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Nokkuð magn af fíkniefnum fannst um helgina á Suðurnesjum.
Nokkuð magn af fíkniefnum fannst um helgina á Suðurnesjum.
Húsleit var gerð af lögreglunni á Suðurnesjum í íbúðarhúsnæði í Keflavík, að fenginni leitarheimild.

Þar fundu lögreglumenn nokkurt magn af kannabis, amfetamíni og LSD. Einnig fundust fjármunir sem taldir eru vera ágóði fíkniefnasölu. Tæplega þrítugur karlmaður og kona um tvítugt voru handtekin á vettvangi og játuðu þau vörslu og sölu fíkniefna.

Þá fóru lögreglumenn í fjölbýlishús í umdæminu vegna gruns um fíkniefnamisferli þar á bæ. Í stigagangi fannst kannabislykt sem leiddi þá að tiltekinni íbúð. Húsráðandi framvísaði kannabisefni og einnig voru í íbúðinni kvörn til að mylja kannabisefni, vigt og pappír til að vefja vindlinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×