Innlent

Ólöglegur skattur á námsmenn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Þannig að það er gengið lengra en að hækka þann raunkostnað sem nemur verðlagi á árinu 2014. Þar með tel ég að skatturinn sé orðinn ólöglegur,“ sagði Steingrímur.
„Þannig að það er gengið lengra en að hækka þann raunkostnað sem nemur verðlagi á árinu 2014. Þar með tel ég að skatturinn sé orðinn ólöglegur,“ sagði Steingrímur. mynd/365
Alþingi felldi í dag tillögu um að falla frá hækkun skráningargjalda á námsmenn við opinbera háskóla úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur.

Vinstri grænir lögðu tillöguna fram en hún var felld með 37 atkvæðum gegn 21. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að hækkunin fæli í sér upptöku á ólöglegum skatti á námsmenn.

„Hér er verið að stórhækka innritunargjöld í opinbera háskóla, en það er staðið þannig að því af hálfu stjórnarmeirihlutans að framlög til háskólanna eru skert um nokkurn vegin sömu upphæð,“ sagði Steingrímur og bætti við: „Með því er í reynd verið að breyta þessum innritunargjöldum í hreinan skatt á námsmenn í ríkissjóð því þannig kemur málið út fjárhagslega.“

Steingrímur benti á að langt væri gengið í hækkun skattsins miðað við raunkostnað háskólanna við innritun sem hann hafi verið um 66 þúsund krónur á síðasta ári samkvæmt bókhaldsgögnum Háskóla Íslands.

„Þannig að það er gengið lengra en að hækka þann raunkostnað sem nemur verðlagi á árinu 2014. Þar með tel ég að skatturinn sé orðinn ólöglegur,“ sagði Steingrímur.

„Og skyldi þó ekki vera að stúdentaráð ætti eftir að leggja hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra aftur aftur á klofbragði,“ sagði Steingrímur og vísaði þar til þess að Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra var í haust dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta lög þegar hann ætlaði að skerða rétt til námslána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×