Innlent

Björgólfur missti af Baggalúti og Frostrósum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hér sést Björgólfur munda rjómasprautuna og vonandi að vöffluátið hafi verið einhver sárabót fyrir tónleikana sem hann komst ekki á.
Hér sést Björgólfur munda rjómasprautuna og vonandi að vöffluátið hafi verið einhver sárabót fyrir tónleikana sem hann komst ekki á. mynd/Jón Júlíus Karlsson
Kjarasamningagerð helgarinnar varð til þess að Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, missti af jólatónleikum Baggalúts á föstudagskvöldið og jólatónleikum Frostrósa í gærkvöldi.

Þetta sagði hann í samtali við fréttamann fréttastofu. Hann hafði vonast til þess að samningarnir yrðu undirritaðir um kvöldmatarleytið í gær eins og um tíma leit út fyrir að myndi nást.

Undir samningana var hins vegar ekki skrifað undir fyrr en á tíunda tímanum. Björgólfur sem ætla má af þessu að sé mikið jólabarn komst því á hvoruga tónleikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×