Lífið

Miley færir sig upp á skaftið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Miley sjokkerar heiminn á ný.
Miley sjokkerar heiminn á ný.
Bandaríska söngkonan Miley Cyrus hefur birt lítið myndskeið á Instagram-síðu sinni þar sem hún minnir á frumsýninguna á nýjasta myndbandinu við lagið „Adore You.“

Hún virðist aftur ætla sjokkera heiminn ef marka má myndbrotið en þar liggur hún upp í rúmi og gælir við sjálfan sig.

Myndbandið verður frumsýnt 26. desember en Miley hefur slegið rækilega í gegn undanfarin misseri og það má með sanni segja að hún sé búinn að losna við hinn svo kallaða Disney-stimpil. Miley var í mörg ár aðalstjarna Disney-samsteypunnar.

Hér að neðan má sjá myndbrotið sem birtist á Instagram síðu söngkonunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.