Innlent

Margir telja sig óörugga eina á gangi í miðborg Reykjavíkur

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Mynd/Valli
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt skýrslu með niðurstöðum úr árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim.

Yfirgnæfandi meirihluti úrtaksins sagði lögregluna skila góðu starfi við að stemma við stigu við afbrotum eða 90%.

Um 59% svarenda töldu sig vera óörugga eina á gangi í miðborg Reykjavíkur eftir að myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar. Yfirgnæfandi meirihluti eða 88% taldi sig hins vegar vera öruggan í sínu hverfi einan á gangi að næturlagi.

Flestir töldu eignaskemmdir (21%) og umferðarlagabrot (20%) vera mesta vandamálið í sínu hverfi, en færri nefna innbrot en áður.

Meirihluti svarenda sagði áhyggjur sínar af afbrotum vera litlar og segja langflestir þær hafa lítil eða engin áhrif á líf sitt.

Nánar verður fjallað um skýrsluna í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×