Innlent

Rafmagnslaust um tíma á Vestfjörðum - Fólk hafi vasaljós við höndina

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Pjetur
Rafmagnslaust var Vestfjörðum í kvöld, í það minnsta á Ísafirði og í Bolungarvík. Rafmagnið komst þó fljótt á aftur. Vonskuveður gengur nú yfir landshlutann og mun það versna á morgun.

Í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða segir að fundað hafi verið um slæma veðurspá fyrr í morgun og að fylgst verði náið með gangi mála. Þá eru viðskiptavinir Orkubúsins beðnir um að hlaða endurhlaðanleg raftæki og hafa vasaljós eða aðra ljósgjafa við höndina.

Frekari upplýsingum um stöðu mála á Vestfjörðum ætlar Orkubúið að koma til skila á Facebook síðu sinni og á Twitter ef þörf krefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×