Innlent

Ölvaður maður „með leiðindi“ handtekinn í verslun

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Einn fékk gistingu í fangageymslu að eigin ósk.
Einn fékk gistingu í fangageymslu að eigin ósk.
Þrír voru vistaðir í fangageymslum í nótt vegna ölvunar, ofbeldis og hótana inni á heimilum.

Ungur maður var handtekinn grunaður um að hafa skemmt bifreið. Var hann í annarlegu ástandi og vistaður í fangageymslu.

Þá var ölvaður ungur maður handtekinn um eitt leytið í verslun í Kópavogi þar sem maðurinn var með leiðindi, eins og lögregla orðar það. Hann hélt uppteknum hætti og var vistaður í fangageymslu þar til ástand hans lagaðist.

Loks var bifreið stöðvuð í Breiðholti og var ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var sviptur ökuréttindum.

Einn fékk gistingu í fangageymslu að eigin ósk í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×