Innlent

Ekkert ferðaveður í dag

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Mikil ófærð er á Vestfjörðum í dag.
Mikil ófærð er á Vestfjörðum í dag.
Víða um land eru vegir ófærir eða hreinlega lokaðir vegna veðurs í dag.

Vala Dögg Pétursdóttir hjá Vegagerðinni segir að mikil ófærð sé á Vestfjörðum, þar sé mjög slæmt veður og alls ekkert ferðaveður.

„Þar er mikill skafrenningur og mjög blint og bara ofboðslega slæmt veður. Fólk kemst eiginlega ekki neitt á Vestfjörðum, þar er víðast hvar óvært og fólk kemst ekki neitt nema kannski rétt á milli þéttbýlisstaða,“ segir Vala.

Hún segir veðrið líta ágætlega út á Suðurlandi, þar er einhver skafrenningur og frekar hvasst. Einnig er hvasst á Norðurlandi.

Þá segir hún að í dag fari að hvessa meira á Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×