Innlent

Reykdal Máni er efnilegur söngvari

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Þriggja ára drengur á Selfossi þykir efnilegur söngvari og gítarleikari en þessa dagana spilar hann og syngur jólalögin af miklum krafti.

Þetta er hann Reykdal Máni Magnússon, þriggja ára strákur sem var mikið í fréttum í síðustu viku þar sem hann vann mál í Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu, en foreldrar hans kröfðust þess að úrskurði mannanafnanefndar sem hafði hafnað beiðni þeirra um að hann megi bera eiginnafnið Reykdal, yrði hrundið.
 
Foreldrarnir segja Reykdal Mána taka reglulega í gítarinn og syngja nokkur lög, ekki síst nú á jólunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×