Innlent

Aftansöngur í Grafarvogskirkju í beinni á Stöð 2 og Vísi klukkan sex

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Tugþúsundir munu sækja helgihald yfir jólahátíðina. Þjóðkirkjan stendur fyrir helgistundum um allt land um jól og áramót, auk þess sem messur verða á sjúkrahúsum, dvalarheimilum og víðar.

Upplýsingar um messur má finna á heimasíðum sóknanna og kirkjan.is.

Stöð 2 og Vísir sýna beint frá aftansöng í Grafarvogskirkju og hefst útsendingin klukkan sex.

Prestur verður séra Vigfús Þór Árnason en kór Grafarvogskirkju synur. Einsöng tekur Egill Ólafsson og tónlistarmenn með honum verða Gréta Salóme Stefándótir á fiðlu, Óskar Guðjónsson á saxófón og Hákon Leifsson spilar á orgel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×